Sex Evrópumeistarar Þýskalands spiluðu í stórsigrinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2014 12:30 Benedikt Höwedes, Mats Hummels, Mesut Özil, Sami Khedira og bandaríski landsliðsmaðurinn Fabian Johnson fagna Evrópumeistaratitlinum. vísir/getty Þýskaland er komið í úrslitaleikinn á HM eftir stórsigur á heimamönnum frá Brasilíu, 7-1, í ótrúlegum fótboltaleik í Belo Horizonte á þriðjudagskvöldið. Úrslitaleikurinn, og mögulegur heimsmeistaratitill, verður kirsuberið ofan á kökuna fyrir Þjóðverja og uppbyggingu knattspyrnunnar þar í landi undanfarinn áratug. Þegar Jürgen Klinsmann tók við Þjóðverjum árið 2004 hófst mikil uppbygging þar sem til dæmis 20.000 grunnskólakennurum var kennt að þjálfa yngri flokka. Grasrótin var tekin algjörlega í gegn. Menntun knattspyrnuþjálfara var aukin og sett var í gang verkefni sem átti sér að skila titlum, jafnt í yngri flokkum sem og hjá A-landsliðinu á komandi árum.Hvorki Scott Noble (sitjandi) né Lee Cattermole hafa spilað A-landsleik fyrir England.vísir/gettySá hópur sem hefur haft hvað mest áhrif á þýska landsliðið eins og það er í dag er Evrópumeistaralið Þýskalands á U21 árs mótinu í Malmö í Svíþjóð árið 2009. Þar valtaði Þýskaland yfir England, 4-0, í úrslitaleik, en sex af leikmönnunum í byrjunarliði Þjóðverja í þeim leik voru í byrjunarliðinu gegn Brasilíu á þriðjudaginn á HM. Þetta eru þeir ManuelNeuer, BenediktHöwedes, JéromeBoateng, MatsHummels, SamiKhedira og MesutÖzil. Özil skoraði eitt af mörkunum fjórum í úrslitaleiknum og var valinn maður leiksins. Samtals hafa þessir sex strákar spilað 270 A-landsleiki, en þeir fimm sem eiga A-landsleiki úr byrjunarliði Englands í sama leik (MicahRichards, KieranGibbs, JamesMilner, AdamJohnson og TheoWalcott) hafa samtals spilað 110 landsleiki fyrir England. James Milner er eini Englendingurinn úr hópnum frá 2009 sem var með A-landsliðinu í Brasilíu, en taka skal þó fram að Theo Walcott hefði farið með væri hann ekki meiddur. Á sunnudaginn geta þessir sex Þjóðverjar orðið heimsmeistarar saman, fimm árum eftir að þeir urðu Evrópumeistarar U21 árs liða. Það er nokkuð merkilegt að halda svona hópi saman og til merkis um hversu vel uppbyggingin heppnaðist í Þýskalandi. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Þýskaland er komið í úrslitaleikinn á HM eftir stórsigur á heimamönnum frá Brasilíu, 7-1, í ótrúlegum fótboltaleik í Belo Horizonte á þriðjudagskvöldið. Úrslitaleikurinn, og mögulegur heimsmeistaratitill, verður kirsuberið ofan á kökuna fyrir Þjóðverja og uppbyggingu knattspyrnunnar þar í landi undanfarinn áratug. Þegar Jürgen Klinsmann tók við Þjóðverjum árið 2004 hófst mikil uppbygging þar sem til dæmis 20.000 grunnskólakennurum var kennt að þjálfa yngri flokka. Grasrótin var tekin algjörlega í gegn. Menntun knattspyrnuþjálfara var aukin og sett var í gang verkefni sem átti sér að skila titlum, jafnt í yngri flokkum sem og hjá A-landsliðinu á komandi árum.Hvorki Scott Noble (sitjandi) né Lee Cattermole hafa spilað A-landsleik fyrir England.vísir/gettySá hópur sem hefur haft hvað mest áhrif á þýska landsliðið eins og það er í dag er Evrópumeistaralið Þýskalands á U21 árs mótinu í Malmö í Svíþjóð árið 2009. Þar valtaði Þýskaland yfir England, 4-0, í úrslitaleik, en sex af leikmönnunum í byrjunarliði Þjóðverja í þeim leik voru í byrjunarliðinu gegn Brasilíu á þriðjudaginn á HM. Þetta eru þeir ManuelNeuer, BenediktHöwedes, JéromeBoateng, MatsHummels, SamiKhedira og MesutÖzil. Özil skoraði eitt af mörkunum fjórum í úrslitaleiknum og var valinn maður leiksins. Samtals hafa þessir sex strákar spilað 270 A-landsleiki, en þeir fimm sem eiga A-landsleiki úr byrjunarliði Englands í sama leik (MicahRichards, KieranGibbs, JamesMilner, AdamJohnson og TheoWalcott) hafa samtals spilað 110 landsleiki fyrir England. James Milner er eini Englendingurinn úr hópnum frá 2009 sem var með A-landsliðinu í Brasilíu, en taka skal þó fram að Theo Walcott hefði farið með væri hann ekki meiddur. Á sunnudaginn geta þessir sex Þjóðverjar orðið heimsmeistarar saman, fimm árum eftir að þeir urðu Evrópumeistarar U21 árs liða. Það er nokkuð merkilegt að halda svona hópi saman og til merkis um hversu vel uppbyggingin heppnaðist í Þýskalandi.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira