Þýski boltinn

Fréttamynd

Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð

Sandra María Jessen kom Köln yfir gegn Union Berlín á heimavelli í Bundesligu kvenna í þýska fótboltanum en leik lauk fyrir skömmu. Sandra hefur farið mikinn undanfarið en þetta er fjórði leikurinn í röð sem hún skorar í en Köln vann leikinn 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís Perla hafði betur gegn Ingi­björgu

Þýskalandsmeistarar Bayern München lögðu Freiburg í efstu deild þýska fótboltans. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern og kollegi hennar í íslenska landsliðinu, Ingibjörg Sigurðardóttir, var í hjarta varnar gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Dort­mund heldur í við Bayern

Borussia Dortmund lagði Wolfsburg 1-0 í efstu deild þýska fótboltans. Sigurinn þýðir að Dortmund heldur enn í Þýskalandsmeistara Bayern München en fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Bæjarar vinni deildina enn á ný.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís ekki enn spilað á tíma­bilinu

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands og Bayern München, bíður enn eftir því að hefja nýtt tímabil með Bayern vegna glímu við meiðsli. Hún gat því ekki mætt Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýska­lands

Ísak Bergmann Jóhannesson virtist ætla að reynast hetja Kölnar í dag, í efstu deild Þýskalands í fótbolta, með jöfnunarmarki gegn Wolfsburg í uppbótartíma. Hann jafnaði metin í 2-2 en leiknum lauk með 3-3 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Emilía sneri aftur eftir meiðsli

Eftir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir fyrir Leipzig í 0-2 sigri á Köln í upphafsleik tímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti