Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2014 12:10 Mats Hummels fagnar marki sínu. Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. Miðvörðurinn Mats Hummels kom aftur inn í lið Þjóðverja eftir veikindi og hann skoraði eina mark leiksins strax á þrettándu mínútu. Þýskaland er fyrsta þjóðin í sögu HM sem kemst í undanúrslit á fjórum HM í röð en þar munu Þjóðverjar mæta annaðhvort Brasilíu eða Kólumbíu sem mætast seinna í kvöld. Leikurinn byrjaði vel og fyrri hálfleikurinn var fjörugur. Þjóðverjar voru meira með boltann en Frakkar ógnuðu helst í hröðum sóknum. Þjóðverjar komust í bílstjórasætið þegar Mats Hummels skallaði boltann í mark Frakka á 13. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu Toni Kroos. Frakkar höfðu gert sig líklega í nokkrum góðum sóknum á upphafsmínútunum en voru nú komnir í erfiða stöðu - undir á móti þýsku vélinni. Þjóðverjar voru með ágæt tök á leiknum en sluppu samt með skrekkinn undir lok hálfleiksins þegar Manuel Neuer varði mjög vel frá Mathieu Valbuena og Karim Benzema tókst að skora úr frákastinu. Benzema var líflegur á lokamínútum hálfleiksins en Þjóðverjar voru enn 1-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en tókst ekki að skapa sér nógu góð færi þrátt fyrir nokkrar vænlegar sóknir. Leikskipulag Þjóðverja gekk upp og þeir héldu lengstum niðri öllu miðjuspili franska liðsins. Þjóðverjar fengu síðan nokkur fín færi til að gera út um leikinn ekki síst á lokakaflanum þegar franska liðið fjölgaði mönnum í sókninni. Karim Benzema fékk ágætt færi í uppbótartíma en Manuel Neuer varði frá honum og Þjóðverjar fögnuðu skömmu síðar sæti í undanúrslitunum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. Miðvörðurinn Mats Hummels kom aftur inn í lið Þjóðverja eftir veikindi og hann skoraði eina mark leiksins strax á þrettándu mínútu. Þýskaland er fyrsta þjóðin í sögu HM sem kemst í undanúrslit á fjórum HM í röð en þar munu Þjóðverjar mæta annaðhvort Brasilíu eða Kólumbíu sem mætast seinna í kvöld. Leikurinn byrjaði vel og fyrri hálfleikurinn var fjörugur. Þjóðverjar voru meira með boltann en Frakkar ógnuðu helst í hröðum sóknum. Þjóðverjar komust í bílstjórasætið þegar Mats Hummels skallaði boltann í mark Frakka á 13. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu Toni Kroos. Frakkar höfðu gert sig líklega í nokkrum góðum sóknum á upphafsmínútunum en voru nú komnir í erfiða stöðu - undir á móti þýsku vélinni. Þjóðverjar voru með ágæt tök á leiknum en sluppu samt með skrekkinn undir lok hálfleiksins þegar Manuel Neuer varði mjög vel frá Mathieu Valbuena og Karim Benzema tókst að skora úr frákastinu. Benzema var líflegur á lokamínútum hálfleiksins en Þjóðverjar voru enn 1-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en tókst ekki að skapa sér nógu góð færi þrátt fyrir nokkrar vænlegar sóknir. Leikskipulag Þjóðverja gekk upp og þeir héldu lengstum niðri öllu miðjuspili franska liðsins. Þjóðverjar fengu síðan nokkur fín færi til að gera út um leikinn ekki síst á lokakaflanum þegar franska liðið fjölgaði mönnum í sókninni. Karim Benzema fékk ágætt færi í uppbótartíma en Manuel Neuer varði frá honum og Þjóðverjar fögnuðu skömmu síðar sæti í undanúrslitunum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti