Fótbolti

Neuer: Óánægðir með frammistöðu okkar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manuel Neuer þarf að vera upp á sitt besta í dag.
Manuel Neuer þarf að vera upp á sitt besta í dag. vísir/getty
Þýskaland og Frakkland eigast við í stórveldaslag í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í dag en þjóðirnar hafa ekki mæst á HM í 28 ár.

Frakkar hafa litið vel út á mótinu til þessa og skorað mikið af mörkum. Þjóðverjarnir byrjuðu frábærlega með 4-0 stórsigri á Portúgal en hafa síðan aðeins slakað á síðan þá.

Þýskaland komst í átta liða úrslitin með því að leggja Alsír að velli í framlengingu, en það gerði jafntefli við Gana í riðlakeppninni og vann Bandaríkin aðeins 1-0 þrátt fyrir að vera í sókn allan tímann.

„Við erum óánægðir með frammistöðu okkar,“ sagði Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, hreinskilinn við blaðamenn í gær. „En á endanum er það eina sem skiptir máli að vinna og við höfum átt alla sigrana skilið á mótinu.“

Markvörðurinn viðurkennir að Þjóðverjar verði að bæta leik sinn og spila eins og best þeir geta til að leggja gott lið Frakklands á Maracana-vellinum í dag.

„Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að spila á Maracana. Það verður frábært. En Frakkland er mjög hættulegt lið. Það er með sterka og fjölhæfa leikmenn og á enn eftir að spila þennan eina fullkomna leik á mótinu,“ sagði Manuel Neuer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×