Fótbolti

Óttast að Grealish verði lengi frá

Stuðningsmenn Everton bíða með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum úr rannsóknum vegna meiðsla Jack Grealish, stoðsendingahæsta leikmanns liðsins á tímabilinu. Óttast er að hann verði lengi frá.

Enski boltinn

Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin

Lisandro Martínez, miðvörður Manchester United, hefur skorað á Paul Scholes og Nicky Butt að endurtaka gagnrýni sína augliti til auglitis eftir að þeir sögðu að Erling Haaland myndi láta varnarmann Manchester United líta út eins og „lítið smábarn“ í Manchester-slagnum.

Enski boltinn

City fékk skell í Noregi

Manchester City fékk óvæntan skell er liðið heimsótti Bodø/Glimt í næstsíðustu umferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Hringdu dag og nótt til að kló­festa Guð­mund: „Konan var að verða geð­veik á þeim“

Eftir fimmtán ár í atvinnumennskunni er Guðmundur Þórarinsson kominn aftur heim. Hann hefur samið við Skagamenn og leikur með þeim í Bestu-deild karla í sumar. Guðmundur gerir samning við Skagamenn til næstu tveggja ára. Guðmundur, lék síðast hér á landi árið 2012 með liði ÍBV í efstu deild en fram að tíma sínum í Vestmannaeyjum hafði hann aðeins spilað með uppeldisfélagi sínu, Selfossi.

Íslenski boltinn

Yfir­maður Jóns Dags í stríði við lög­reglu

Mikil slagsmál brutust út milli lögreglunnar í Þýskalandi og stuðningsmanna Hertha Berlin, liðsins sem landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson spilar með, þegar liðið tók á móti toppliðinu Schalke í þýsku B-deildinni um helgina. Forseti Hertha Berlin skilur hlið stuðningsmannanna vel, enda var hann sjálfur einn af þeim.

Fótbolti