Þjóðverjar áfram eftir þriggja marka framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2014 11:38 Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira