Þjóðverjar áfram eftir þriggja marka framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2014 11:38 Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira