Fótbolti

Löw: Eigum nóg inni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Joachim Löw á æfingu þýska liðsins í gær.
Joachim Löw á æfingu þýska liðsins í gær. Vísir/Getty
Joachim Löw á ekki von á því að flensan sem hefur herjað á þýska liðið undanfarna daga muni hafa áhrif á spilamennsku liðsins í dag.

Þýskaland mætir Frakklandi í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Ríó í dag en sjö leikmenn þýska liðsins hafa fundið fyrir flensueinkennum undanfarna daga.

Mats Hummels missti af leik Þýskalands gegn Alsír í 16-liða úrslitunum vegna veikindanna og smituðust aðrir leikmenn liðsins í vikunni. Löw á hinsvegar ekki von á því að þetta muni koma niður á frammistöðu þýska liðsins.

„Vonandi versnar ástand þeirra ekki úr þessu. Þeir eru með einhverja flensu en finna ekki fyrir neinni aukinni þreytu,“ sagði Löw en hann telur að þýska liðið eigi nóg inni.

„Ég á von á erfiðum leik og það verður flókið að velja byrjunarliðið. Við vitum að tap þýðir að við séum á heimleið en við vitum að við getum spilað mun betur en við höfum spilað hingað til og ég hef fulla trú á því að við vinnum leikinn gegn Frakklandi,“ sagði Löw.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×