Fótbolti

Löw: Dómarinn þarf að stöðva gróf brot Brassanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Joachim Löw óttast tæklingar frá heimamönnum.
Joachim Löw óttast tæklingar frá heimamönnum. vísir/getty
Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins í fótbolta, biðlar til dómara leiksins í kvöld, Mexíkóans MarcoRodríguez, að hafa gætur á grófum brotum brasilíska liðsins.

Brasilía og Þýskaland mætast í undanúrsiltum HM 2014 í fótbolta í kvöld, en þetta eru liðin sem léku til úrslita árið 2002.

Brassarnir voru nokkuð harðir í sínum leik gegn Kólumbíu og vonast Löw til að þeir komist ekki upp með svipaða hluti í kvöld.

„Ég vona að dómarinn, herra Rodríguez frá Mexíkó, passi þetta. Ákefðin í leiknum á móti Kólumbíu fór yfir strikið. Í Evrópu hefðu ekki allir 22 leikmennirnir fengið að klára þann leik,“ sagði Löw á blaðamannafundi í gær.

„Þetta voru gróf brot. Leikmenn voru að hindra hvorn annan hvað sem það kostaði. Ég svo sannarlega vona að þessi brot verði stöðvuð því annars hættum við að sjá leikmenn eins og Messi, Özil og Neymar. Við munum bara sjá leikmenn sem vilja eyðileggja leikinn,“ sagði Joachim Löw.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×