Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2014 00:01 Þjóðverjar lyfta heimsmeistarabikarnum. vísir/getty Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira