Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2014 00:01 Þjóðverjar lyfta heimsmeistarabikarnum. vísir/getty Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira