Erlent

Alþjóðlegu eftirlitsteymi haldið frá vettvangi

Randver Kári Randversson skrifar
Eftirlitsmenn ÖSE ræða við aðskilnaðarsinnar.
Eftirlitsmenn ÖSE ræða við aðskilnaðarsinnar. Vísir/AFP
Óttast er að aðskilnaðarsinnar í Úkraínu reyni nú að eyða sönnunargögnum um að þeir hafi grandað flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi í dag að fram skuli fara óháð alþjóðleg rannsókn á því hvað olli því að flugvél Malaysia Airlines fórst.

Á fundi Öryggisráðsins í dag lagði Samantha Power,sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, áherslu á að ekki mætti hrófla við sönnunargögnum eða verksummerkjum á svæðinu þar sem flugvélin fórst í gær. Samþykkt var á fundi milli fulltrúa aðskilnaðarsinna og úkraínska yfirvalda í gærkvöld að alþjóðlegum eftirlitsmönnum yrði veittur fullur aðgangur að svæðinu þar sem vélin fórst. Aðskilnaðarsinnar virðast þó ekki tilbúnir til að virða það samkomulag að fullu.

Á vef Guardian kemur fram að alþjóðlegt teymi eftirlitsmanna á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu var í dag sent til að rannsaka svæðið þar sem flugvélin fórst í gær en var haldið frá staðnum af hópi þungvopnaðra aðskilnaðarsinna, og þurfti frá að hverfa þegar aðskilnaðarsinnar skutu viðvörunarskotum að þeim.

Þá er ekki ljóst hvar flugriti vélarinnar er niður kominn en haft var eftir einum af foringjum aðskilnaðarsinna að þeir hefðu fundið flugritann og væru að íhuga hverjum þeir ættu að afhenda hann. Alexander Borodai, en helsti leiðtogi aðskilnaðarsinna hefur hins vegar neitað því að þeir hafi flugritann undir höndum. 


Tengdar fréttir

Enn fjölgar í hópi látinna Hollendinga

189 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17 var skotin niður í Úkraínu í gær. Enn á eftir að ákvarða þjóðerna fjögurra farþega.

Leggja niður vopn í tvo til fjóra daga

Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur heitið því að þeir muni leggja niður vopn í tvo til fjóra daga vegna árásarinnar á MH17 í gær.

Dramatískar myndir: 298 fórust í Úkraínu

Fjórum mánuðum eftir hvarf malasískrar vélar yfir Indlandshafi fórst Boeing 777 vél Malaysia Airlines í Úkraínu síðdegis í gær. Allir 298 innanborðs, 283 farþegar og 15 áhafnarmeðlimir, fórust.

Þjóðarsorg í Hollandi

Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Harmleikurinn í Úkraínu

Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi.

Engar vísbendingar um Íslendinga um borð

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að ekkert bendi til þess að Íslendingur hafi verið um um borð í vél Malaysia Airlines sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×