Erlent

Leggja niður vopn í tvo til fjóra daga

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarmenn á vettvangi notast við prik með hvítum klútum bundin á til að merkja þá staði þar sem lík hafa fundist.
Björgunarmenn á vettvangi notast við prik með hvítum klútum bundin á til að merkja þá staði þar sem lík hafa fundist. Vísir/AFP
Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur heitið því að þeir muni leggja niður vopn í tvo til fjóra daga vegna árásarinnar á MH17, vélar Malaysia Airlines, í gær.

Á vef Al Jazeera segir að leiðtoginn sem um ræðir hafi rætt við rússnesku fréttastofuna RIA og sagt að þetta sé gert til að auðvelda starf á vettvangi þar sem flak vélarinnar er á víð og dreif um stórt svæði nærri bænum Hrabove í Donetsk-héraði.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari höfðu fyrr í dag bæði farið fram á vopnahlé milli stríðandi fylkinga.

Lögregla, björgunarmenn og jafnvel kolanámumenn vinna nú að því að leita að líkum og braki úr vélinni á stóru landbúnaðarsvæði, um fimmtíu kílómetrum frá rússnesku landamærunum. Fréttamaður Al Jazeera segir að prik með hvítum klútum bundin á séu notuð til að merkja þá staði þar sem lík hafa fundist.


Tengdar fréttir

Loka lofthelgi austur Úkraínu

Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins.

Enn fjölgar í hópi látinna Hollendinga

189 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17 var skotin niður í Úkraínu í gær. Enn á eftir að ákvarða þjóðerna fjögurra farþega.

Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst.

Þjóðarsorg í Hollandi

Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Deilan hættuleg heimsfriði

Eiríkur Bergmann segir Pútín að einhverju leyti bera ábyrgð á þeirri hernaðaraðgerð að skjóta niður MH17.

Clinton sendir Rússum tóninn

Hillary Rodham Clinton sagir að leiðtogar Evrópu ættu að auka þrýsting á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, komi í ljós að Rússar hafi komið að því að MH 17 hafi verið skotin niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×