Erlent

Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Myndskeiðið hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn.
Myndskeiðið hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Vísir/Skjáskot
Stutt myndskeið er talið sýna síðustu andartök farþeganna um borð í flugvél Malaysia Airlines sem var skotin niður með flugskeyti í gær.

Farþegi um borð í vélinni að nafni Md Ali Md Salim, þrjátíu ára gamall nemi, var á leið heim til Malasíu til að hitta fjölskyldu sína og taka sér frí frá lærdómnum.

Md Salim tók upp myndskeiðið og birti á Instagram síðu sinni, sem er læst. Talið er að einhver sem hafði aðgang að síðu mannsins hafi deilt því á myndbandssíðunni Youtube.

Samkvæmt Daily Mail á eftirfarandi athugasemd að hafa staðið undir myndbrotinu:

"Bismillah... #hatiadasikitgentar" (Í guðs nafni... mér líður dálítið órólega.)

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið umrædda.


Tengdar fréttir

Loka lofthelgi austur Úkraínu

Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins.

Herinn herðir sókn á Gaza

Stjórnvöld í Ísrael hafa greint frá því að herinn muni herða sókn á Gazasvæðinu og hefur átján þúsund manna varalið hefur verið kallað út. Fjöldi hermanna Ísraelshers er því komin í sextíu og fimm þúsund.

Clinton sendir Rússum tóninn

Hillary Rodham Clinton sagir að leiðtogar Evrópu ættu að auka þrýsting á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, komi í ljós að Rússar hafi komið að því að MH 17 hafi verið skotin niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×