Erlent

Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn kolanámu tóku þátt í leit á svæðinu þar sem flugvélin kom niður.
Starfsmenn kolanámu tóku þátt í leit á svæðinu þar sem flugvélin kom niður. Vísir/AP
Áströlsk kona sem missti bróður sinn í hvarfi flugvélar Malaysia Airlines, MH 370, komst að því í dag að stjúpdóttir hennar hefði verið um borð í MH 17. Sú vél var skotin niður yfir Úkraínu í gær.

Konan sem misst hefur tvo fjölskyldumeðlimi, heitir Kaylene Mann. Bróðir hennar Rod Burrows er talinn látinn ásamt konu sinni, en þau voru um borð í MH 370 sem hvarf í mars. Stjúpdóttir hennar Maree Rizk, lést ásamt 297 öðrum í flugvélinni sem skotin var niður í gær.

Báðar vélarnar voru í eigu Malaysia Airlines en einungis rúmir fjórir mánuðir eru síðan MH 370 hvarf.

„Þetta hefur dregið allt fram aftur,“ hefur AP-fréttastofan eftir Greg Burrows, bróður Kaylene. Hann segir þetta atvik hafa opnað öll sár aftur. „Hún missti bróður sinn nýlega og nú stjúpdóttur.“

Maree Rizk var á leið heim frá Evrópu eftir að hafa verið þar í fríi í mánuð.


Tengdar fréttir

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Þjóðerni hluta farþeganna staðfest

Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður.

Þjóðarsorg í Hollandi

Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×