Flugskeytið kom frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 18:46 Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum. Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum.
Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira