

Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í flug með Icelandair í dag sem ekkert verður af.
Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast.
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð.
Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar.
Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag.
Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna.
Fjölmargir farþegar eru ósáttir með frestun á flugum sínum vegna verkfalls.
Boðuð fimm klukkustunda vinnnustöðvun flugvallastarfsmanna hófst klukkan fjögur í nótt og er búist við mikilli örtröð í Leifsstöð um og upp úr klukkan níu, þegar innritun farþega getur loks hafist, ásamt innvigtun farangurs og vopnaleit.
FÍA hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna sem mun hefjast á föstudaginn næstkomandi, 9. maí klukkan sex að morgni og stendur yfir í tólf klukkustundir.
Icelandair þurfti að fella niður 26 flug í dag sem hafði áhrif á um 4.500 farþega.
Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun.