„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Hjörtur Hjartarson skrifar 2. maí 2014 19:15 Lítið þokast í átt til samkomulags í deilu flugmanna og Icelandair. Samningafundur í morgun skilaði engum árangri og ber enn mikið á milli. Formaður samninganefndar flugmanna segir útlitið dökkt en vika er þar til boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Vika er í boðaðar verkfallsaðgerðir hjá flugmönnum Icelandair. 9., 16., og 20.maí munu flugmenn fyrirtækisins leggja niður störf á klukkan sex um morguninn til sex síðdegis ef ekki semst fyrir þann tíma. „Á meðan að það er verið að tala saman og vinna í þá átt þá er maður auðvitað vongóður um að samningar takist fyrir föstudaginn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þrátt fyrir hóflega bjartsýni Guðjóns, virðist engin sátt í sjónmáli. Deiluaðilar funduðu í dag án nokkurs árangurs. Ekki hefur fengist staðfest hverjar kröfur flugmanna eru en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja þeir margfalt meiri hækkun en aðildarfélagar ASÍ fengu nýverið. „Kröfur þeirra eru talsvert langt umfram það sem samið var um á almennum markaði og það sem meirihluti starfsmanna Icelandair samsteypunnar hefur samið um. Ég get þó ekki farið nákvæmlega út í kröfur flugmanna en eins og þeir hafa sjálfir sagt eru þær umtalsverðar.“Vísir/BrinkSamkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru föst laun flugstjóra tæplega sjö hundruð þúsund krónur eftir eitt ár í starfi. 787 þúsund eftir fimm ár. 910 þúsund eftir 10 ára starf og rétt ríflega milljón eftir 15 ára starf. Flugmenn eru með í föst laun 550 þúsund fyrsta árið. 630 þúsund eftir fimm ár, 728 þúsund eftir 10 og eftir 15 ár í starfi fá flugmenn 825 þúsund í laun á mánuði. Inni í þessum tölum eru ekki laun vegna yfirvinnu og dagpeningar. Formaður samninganefndar flugmanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að í ljósi þess hversu rekstur Icelandair gangi vel er krafa flugmanna um meiri hækkun en ASÍ fékk. „Reksturinn hjá Icelandair hefur gengið vel undanfarin ár, það er alveg rétt. Blessunarlega er fyrirtækið mjög eftirsóttur vinnustaður, meðal annars vegna þess að það er hægt að bjóða hér upp á þokkalega góð starfskjör. Allir vita, held ég, að flugmenn eru vel launaðir og hafa svo sannarlega ekkert verið að dragast aftur úr hvað það varðar,“ segir Guðjón. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Lítið þokast í átt til samkomulags í deilu flugmanna og Icelandair. Samningafundur í morgun skilaði engum árangri og ber enn mikið á milli. Formaður samninganefndar flugmanna segir útlitið dökkt en vika er þar til boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Vika er í boðaðar verkfallsaðgerðir hjá flugmönnum Icelandair. 9., 16., og 20.maí munu flugmenn fyrirtækisins leggja niður störf á klukkan sex um morguninn til sex síðdegis ef ekki semst fyrir þann tíma. „Á meðan að það er verið að tala saman og vinna í þá átt þá er maður auðvitað vongóður um að samningar takist fyrir föstudaginn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þrátt fyrir hóflega bjartsýni Guðjóns, virðist engin sátt í sjónmáli. Deiluaðilar funduðu í dag án nokkurs árangurs. Ekki hefur fengist staðfest hverjar kröfur flugmanna eru en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja þeir margfalt meiri hækkun en aðildarfélagar ASÍ fengu nýverið. „Kröfur þeirra eru talsvert langt umfram það sem samið var um á almennum markaði og það sem meirihluti starfsmanna Icelandair samsteypunnar hefur samið um. Ég get þó ekki farið nákvæmlega út í kröfur flugmanna en eins og þeir hafa sjálfir sagt eru þær umtalsverðar.“Vísir/BrinkSamkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru föst laun flugstjóra tæplega sjö hundruð þúsund krónur eftir eitt ár í starfi. 787 þúsund eftir fimm ár. 910 þúsund eftir 10 ára starf og rétt ríflega milljón eftir 15 ára starf. Flugmenn eru með í föst laun 550 þúsund fyrsta árið. 630 þúsund eftir fimm ár, 728 þúsund eftir 10 og eftir 15 ár í starfi fá flugmenn 825 þúsund í laun á mánuði. Inni í þessum tölum eru ekki laun vegna yfirvinnu og dagpeningar. Formaður samninganefndar flugmanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að í ljósi þess hversu rekstur Icelandair gangi vel er krafa flugmanna um meiri hækkun en ASÍ fékk. „Reksturinn hjá Icelandair hefur gengið vel undanfarin ár, það er alveg rétt. Blessunarlega er fyrirtækið mjög eftirsóttur vinnustaður, meðal annars vegna þess að það er hægt að bjóða hér upp á þokkalega góð starfskjör. Allir vita, held ég, að flugmenn eru vel launaðir og hafa svo sannarlega ekkert verið að dragast aftur úr hvað það varðar,“ segir Guðjón.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira