Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2014 12:58 Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. vísir/vilhelm Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair. Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair.
Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira