Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2014 12:58 Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. vísir/vilhelm Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Sjá meira
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?