Innlent

Erfitt að meta orðsporsskaða Icelandair

Hjörtur Hjartarson skrifar
12 tíma verkfallsaðgerðir hjá flugmönnum Icelandair í dag settu strik í ferðaáætlanir fjölmargra viðskiptavina fyrirtækisins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á meðan sé hægt að reikna út fjárhagslegt tjón fyrirtækisins er erfitt að henda reiður á hversu illa orðspor fyrirtækisins fer í aðgerðum flugmanna.

Icelandair þurfti að fella niður 26 flug í dag sem hafði áhrif á um 4.500 farþega. Ef af boðuðum aðgerðum verður, er áætlað að fyrirtækið tapi um einum og hálfum milljarði króna.

„Þetta eru mjög stórar tölur,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Enda er þetta háannatími í ferðaþjónustunni, maímánuður, og hver dagur er dýr.“

En þótt fjárhagslegt tjón sé mælanlegt gilda önnur lögmál þegar kemur að því að reikna út áhrif verkfallsaðgerðanna til lengri tíma.

„Það er erfitt að meta þann skaða, þann orðsporsskaða, fyrir okkur og fyrir ferðaþjónustuna í heild,“ segir Guðjón. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×