Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 13:19 Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. vísir/vilhelm Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir stjórnendur fyrirtækisins og hluthafa hafa fengið miklar hækkanir og arðgreiðslur að undanförnu og nú sé komið að starfsmönnum. Flugmenn hjá Icelandair greiða þessa dagana atkvæði um aðgerðir sem hefjast eftir rúman hálfan mánuð verði þær samþykktar. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og lýkur næst komandi þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna segir að aðgerðirnar verði samþykktar muni flugmenn hjá Icelandair fara í ótímabundið yfirvinnubann. „Sem myndi hefjast hinn 9. maí og eins fimm verkföll sem myndu ná yfir þriggja vikna tímabil frá þeim tíma,“ segir Örnólfur. Þau verkeföll myndu aldrei standa yfir í skemmri tíma en hálfan sólarhring í senn. Hann segir ljóst að þessar aðgerðir muni hafa mjög alvarleg áhrif á áætlun Icelandair, hins vegar séu enn tvær og hálf vika í aðgerðir og hægt að ná samningum fyrir þann tíma ef vilji er fyrir hendi til þess. „Við gerum umtalsverðar launakröfur og horfum til þess að nú eru fjögur bestu rekstrarár í sögu Icelandair að baki. Félagið hefur aldrei staðið jafn sterkt fjárhagslega. Stjórnendur hafa fengið gríðarlegar hækkanir á síðasta samningstímabili. Hluthafarnir geta ekki verið annað en ánægðir með sinn hlut. Það er einfaldlega komið að starfsfólkinu,“ segir Örnólfur. Seðlabankinn hafi gefið það út að útflutningsatvinnuvegirnir geti greitt hærri laun án þess að það ruggi þjóðarskútunni og það eigi við um Icelandair. Kjarasamningar flugmanna runnu út í lok nóvember. „Þannig að það er nokkur tími liðiðinn og það er boðaður fundur eftir helgi. En það má segja að viðræðurnar séu í ákveðnu öngstræti eins og er,“ segir Örnólfur og viðsemjendur ekkert nálgast kröfur flugmanna. Hins vegar sé hugur í flugmönnum og líklegt að aðgerðirnar verði samþykktar. „Ég tel allar líkur á því, já,“ segir hann.. Eins og áður sagði verður yfirvinnubannið ótímabundið sem þýðir að flugmenn verða ekki til reiðu til að leysa af vegna veikinda og svo framvegis, en skæruverkföllin fimm fara fram á þriggja vikna tímabili eftir 9. maí.En ef ekki nást samningar á þeim tíma munu flugmenn þá skoða að fara í allsherjarverkfall?„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt. Þetta er það sem við leggjum upp með núna og svo skoðum við okkar gang ef þetta dugar ekki til,“ segir Örnólfur Jónsson. Icelandair sé vel aflögufært. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir stjórnendur fyrirtækisins og hluthafa hafa fengið miklar hækkanir og arðgreiðslur að undanförnu og nú sé komið að starfsmönnum. Flugmenn hjá Icelandair greiða þessa dagana atkvæði um aðgerðir sem hefjast eftir rúman hálfan mánuð verði þær samþykktar. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og lýkur næst komandi þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna segir að aðgerðirnar verði samþykktar muni flugmenn hjá Icelandair fara í ótímabundið yfirvinnubann. „Sem myndi hefjast hinn 9. maí og eins fimm verkföll sem myndu ná yfir þriggja vikna tímabil frá þeim tíma,“ segir Örnólfur. Þau verkeföll myndu aldrei standa yfir í skemmri tíma en hálfan sólarhring í senn. Hann segir ljóst að þessar aðgerðir muni hafa mjög alvarleg áhrif á áætlun Icelandair, hins vegar séu enn tvær og hálf vika í aðgerðir og hægt að ná samningum fyrir þann tíma ef vilji er fyrir hendi til þess. „Við gerum umtalsverðar launakröfur og horfum til þess að nú eru fjögur bestu rekstrarár í sögu Icelandair að baki. Félagið hefur aldrei staðið jafn sterkt fjárhagslega. Stjórnendur hafa fengið gríðarlegar hækkanir á síðasta samningstímabili. Hluthafarnir geta ekki verið annað en ánægðir með sinn hlut. Það er einfaldlega komið að starfsfólkinu,“ segir Örnólfur. Seðlabankinn hafi gefið það út að útflutningsatvinnuvegirnir geti greitt hærri laun án þess að það ruggi þjóðarskútunni og það eigi við um Icelandair. Kjarasamningar flugmanna runnu út í lok nóvember. „Þannig að það er nokkur tími liðiðinn og það er boðaður fundur eftir helgi. En það má segja að viðræðurnar séu í ákveðnu öngstræti eins og er,“ segir Örnólfur og viðsemjendur ekkert nálgast kröfur flugmanna. Hins vegar sé hugur í flugmönnum og líklegt að aðgerðirnar verði samþykktar. „Ég tel allar líkur á því, já,“ segir hann.. Eins og áður sagði verður yfirvinnubannið ótímabundið sem þýðir að flugmenn verða ekki til reiðu til að leysa af vegna veikinda og svo framvegis, en skæruverkföllin fimm fara fram á þriggja vikna tímabili eftir 9. maí.En ef ekki nást samningar á þeim tíma munu flugmenn þá skoða að fara í allsherjarverkfall?„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt. Þetta er það sem við leggjum upp með núna og svo skoðum við okkar gang ef þetta dugar ekki til,“ segir Örnólfur Jónsson. Icelandair sé vel aflögufært.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira