Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 13:19 Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. vísir/vilhelm Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir stjórnendur fyrirtækisins og hluthafa hafa fengið miklar hækkanir og arðgreiðslur að undanförnu og nú sé komið að starfsmönnum. Flugmenn hjá Icelandair greiða þessa dagana atkvæði um aðgerðir sem hefjast eftir rúman hálfan mánuð verði þær samþykktar. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og lýkur næst komandi þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna segir að aðgerðirnar verði samþykktar muni flugmenn hjá Icelandair fara í ótímabundið yfirvinnubann. „Sem myndi hefjast hinn 9. maí og eins fimm verkföll sem myndu ná yfir þriggja vikna tímabil frá þeim tíma,“ segir Örnólfur. Þau verkeföll myndu aldrei standa yfir í skemmri tíma en hálfan sólarhring í senn. Hann segir ljóst að þessar aðgerðir muni hafa mjög alvarleg áhrif á áætlun Icelandair, hins vegar séu enn tvær og hálf vika í aðgerðir og hægt að ná samningum fyrir þann tíma ef vilji er fyrir hendi til þess. „Við gerum umtalsverðar launakröfur og horfum til þess að nú eru fjögur bestu rekstrarár í sögu Icelandair að baki. Félagið hefur aldrei staðið jafn sterkt fjárhagslega. Stjórnendur hafa fengið gríðarlegar hækkanir á síðasta samningstímabili. Hluthafarnir geta ekki verið annað en ánægðir með sinn hlut. Það er einfaldlega komið að starfsfólkinu,“ segir Örnólfur. Seðlabankinn hafi gefið það út að útflutningsatvinnuvegirnir geti greitt hærri laun án þess að það ruggi þjóðarskútunni og það eigi við um Icelandair. Kjarasamningar flugmanna runnu út í lok nóvember. „Þannig að það er nokkur tími liðiðinn og það er boðaður fundur eftir helgi. En það má segja að viðræðurnar séu í ákveðnu öngstræti eins og er,“ segir Örnólfur og viðsemjendur ekkert nálgast kröfur flugmanna. Hins vegar sé hugur í flugmönnum og líklegt að aðgerðirnar verði samþykktar. „Ég tel allar líkur á því, já,“ segir hann.. Eins og áður sagði verður yfirvinnubannið ótímabundið sem þýðir að flugmenn verða ekki til reiðu til að leysa af vegna veikinda og svo framvegis, en skæruverkföllin fimm fara fram á þriggja vikna tímabili eftir 9. maí.En ef ekki nást samningar á þeim tíma munu flugmenn þá skoða að fara í allsherjarverkfall?„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt. Þetta er það sem við leggjum upp með núna og svo skoðum við okkar gang ef þetta dugar ekki til,“ segir Örnólfur Jónsson. Icelandair sé vel aflögufært. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir stjórnendur fyrirtækisins og hluthafa hafa fengið miklar hækkanir og arðgreiðslur að undanförnu og nú sé komið að starfsmönnum. Flugmenn hjá Icelandair greiða þessa dagana atkvæði um aðgerðir sem hefjast eftir rúman hálfan mánuð verði þær samþykktar. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og lýkur næst komandi þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna segir að aðgerðirnar verði samþykktar muni flugmenn hjá Icelandair fara í ótímabundið yfirvinnubann. „Sem myndi hefjast hinn 9. maí og eins fimm verkföll sem myndu ná yfir þriggja vikna tímabil frá þeim tíma,“ segir Örnólfur. Þau verkeföll myndu aldrei standa yfir í skemmri tíma en hálfan sólarhring í senn. Hann segir ljóst að þessar aðgerðir muni hafa mjög alvarleg áhrif á áætlun Icelandair, hins vegar séu enn tvær og hálf vika í aðgerðir og hægt að ná samningum fyrir þann tíma ef vilji er fyrir hendi til þess. „Við gerum umtalsverðar launakröfur og horfum til þess að nú eru fjögur bestu rekstrarár í sögu Icelandair að baki. Félagið hefur aldrei staðið jafn sterkt fjárhagslega. Stjórnendur hafa fengið gríðarlegar hækkanir á síðasta samningstímabili. Hluthafarnir geta ekki verið annað en ánægðir með sinn hlut. Það er einfaldlega komið að starfsfólkinu,“ segir Örnólfur. Seðlabankinn hafi gefið það út að útflutningsatvinnuvegirnir geti greitt hærri laun án þess að það ruggi þjóðarskútunni og það eigi við um Icelandair. Kjarasamningar flugmanna runnu út í lok nóvember. „Þannig að það er nokkur tími liðiðinn og það er boðaður fundur eftir helgi. En það má segja að viðræðurnar séu í ákveðnu öngstræti eins og er,“ segir Örnólfur og viðsemjendur ekkert nálgast kröfur flugmanna. Hins vegar sé hugur í flugmönnum og líklegt að aðgerðirnar verði samþykktar. „Ég tel allar líkur á því, já,“ segir hann.. Eins og áður sagði verður yfirvinnubannið ótímabundið sem þýðir að flugmenn verða ekki til reiðu til að leysa af vegna veikinda og svo framvegis, en skæruverkföllin fimm fara fram á þriggja vikna tímabili eftir 9. maí.En ef ekki nást samningar á þeim tíma munu flugmenn þá skoða að fara í allsherjarverkfall?„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt. Þetta er það sem við leggjum upp með núna og svo skoðum við okkar gang ef þetta dugar ekki til,“ segir Örnólfur Jónsson. Icelandair sé vel aflögufært.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira