Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 13:19 Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. vísir/vilhelm Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir stjórnendur fyrirtækisins og hluthafa hafa fengið miklar hækkanir og arðgreiðslur að undanförnu og nú sé komið að starfsmönnum. Flugmenn hjá Icelandair greiða þessa dagana atkvæði um aðgerðir sem hefjast eftir rúman hálfan mánuð verði þær samþykktar. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og lýkur næst komandi þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna segir að aðgerðirnar verði samþykktar muni flugmenn hjá Icelandair fara í ótímabundið yfirvinnubann. „Sem myndi hefjast hinn 9. maí og eins fimm verkföll sem myndu ná yfir þriggja vikna tímabil frá þeim tíma,“ segir Örnólfur. Þau verkeföll myndu aldrei standa yfir í skemmri tíma en hálfan sólarhring í senn. Hann segir ljóst að þessar aðgerðir muni hafa mjög alvarleg áhrif á áætlun Icelandair, hins vegar séu enn tvær og hálf vika í aðgerðir og hægt að ná samningum fyrir þann tíma ef vilji er fyrir hendi til þess. „Við gerum umtalsverðar launakröfur og horfum til þess að nú eru fjögur bestu rekstrarár í sögu Icelandair að baki. Félagið hefur aldrei staðið jafn sterkt fjárhagslega. Stjórnendur hafa fengið gríðarlegar hækkanir á síðasta samningstímabili. Hluthafarnir geta ekki verið annað en ánægðir með sinn hlut. Það er einfaldlega komið að starfsfólkinu,“ segir Örnólfur. Seðlabankinn hafi gefið það út að útflutningsatvinnuvegirnir geti greitt hærri laun án þess að það ruggi þjóðarskútunni og það eigi við um Icelandair. Kjarasamningar flugmanna runnu út í lok nóvember. „Þannig að það er nokkur tími liðiðinn og það er boðaður fundur eftir helgi. En það má segja að viðræðurnar séu í ákveðnu öngstræti eins og er,“ segir Örnólfur og viðsemjendur ekkert nálgast kröfur flugmanna. Hins vegar sé hugur í flugmönnum og líklegt að aðgerðirnar verði samþykktar. „Ég tel allar líkur á því, já,“ segir hann.. Eins og áður sagði verður yfirvinnubannið ótímabundið sem þýðir að flugmenn verða ekki til reiðu til að leysa af vegna veikinda og svo framvegis, en skæruverkföllin fimm fara fram á þriggja vikna tímabili eftir 9. maí.En ef ekki nást samningar á þeim tíma munu flugmenn þá skoða að fara í allsherjarverkfall?„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt. Þetta er það sem við leggjum upp með núna og svo skoðum við okkar gang ef þetta dugar ekki til,“ segir Örnólfur Jónsson. Icelandair sé vel aflögufært. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir stjórnendur fyrirtækisins og hluthafa hafa fengið miklar hækkanir og arðgreiðslur að undanförnu og nú sé komið að starfsmönnum. Flugmenn hjá Icelandair greiða þessa dagana atkvæði um aðgerðir sem hefjast eftir rúman hálfan mánuð verði þær samþykktar. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og lýkur næst komandi þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna segir að aðgerðirnar verði samþykktar muni flugmenn hjá Icelandair fara í ótímabundið yfirvinnubann. „Sem myndi hefjast hinn 9. maí og eins fimm verkföll sem myndu ná yfir þriggja vikna tímabil frá þeim tíma,“ segir Örnólfur. Þau verkeföll myndu aldrei standa yfir í skemmri tíma en hálfan sólarhring í senn. Hann segir ljóst að þessar aðgerðir muni hafa mjög alvarleg áhrif á áætlun Icelandair, hins vegar séu enn tvær og hálf vika í aðgerðir og hægt að ná samningum fyrir þann tíma ef vilji er fyrir hendi til þess. „Við gerum umtalsverðar launakröfur og horfum til þess að nú eru fjögur bestu rekstrarár í sögu Icelandair að baki. Félagið hefur aldrei staðið jafn sterkt fjárhagslega. Stjórnendur hafa fengið gríðarlegar hækkanir á síðasta samningstímabili. Hluthafarnir geta ekki verið annað en ánægðir með sinn hlut. Það er einfaldlega komið að starfsfólkinu,“ segir Örnólfur. Seðlabankinn hafi gefið það út að útflutningsatvinnuvegirnir geti greitt hærri laun án þess að það ruggi þjóðarskútunni og það eigi við um Icelandair. Kjarasamningar flugmanna runnu út í lok nóvember. „Þannig að það er nokkur tími liðiðinn og það er boðaður fundur eftir helgi. En það má segja að viðræðurnar séu í ákveðnu öngstræti eins og er,“ segir Örnólfur og viðsemjendur ekkert nálgast kröfur flugmanna. Hins vegar sé hugur í flugmönnum og líklegt að aðgerðirnar verði samþykktar. „Ég tel allar líkur á því, já,“ segir hann.. Eins og áður sagði verður yfirvinnubannið ótímabundið sem þýðir að flugmenn verða ekki til reiðu til að leysa af vegna veikinda og svo framvegis, en skæruverkföllin fimm fara fram á þriggja vikna tímabili eftir 9. maí.En ef ekki nást samningar á þeim tíma munu flugmenn þá skoða að fara í allsherjarverkfall?„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt. Þetta er það sem við leggjum upp með núna og svo skoðum við okkar gang ef þetta dugar ekki til,“ segir Örnólfur Jónsson. Icelandair sé vel aflögufært.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira