Innlent Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Óbirt skýrsla um fjárhagsstöðu Félagsbústaða lýsir veikri fjárhagsstöðu félagsins sem hafi verið rekið með ósjálfbærum hætti undanfarin ár. Sjóðstreymi hafi verið neikvætt, stjórnun þess verið línudans og aðferðum verið beitt sem hafi reynst rekstrinum þungar. Á hinn bóginn má lesa bjartsýni úr skýrslunni þar sem settar eru fram tillögur um hvernig megi snúa rekstri Félagsbústaða „frá vítahring til fjárhagslegrar sjálfbærni,“ líkt og það er orðað í skýrslunni. Meðal þess sem lagt er til er 1,5% raunhækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum. Innlent 22.1.2026 15:17 Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Hafrannsóknaskipin Þórunn Þórðardóttir og Árni Friðriksson hafa neyðst til að gera hlé á loðnumælingum vegna brælu undan Húnaflóa. Báðum hefur verið siglt í átt að landi í var. Innlent 22.1.2026 14:52 Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Á fjölmennum fundi í vallarhúsi Gróttu á Seltjarnarnesi var tekin ákvörðun um að Samfylkingin bjóði fram í samstarfi við Viðreisn og óflokksbundna Seltirninga undir merkjum Samfylkingar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í vor. Innlent 22.1.2026 14:44 Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Þremur her- og varðskipum hefur verið siglt í höfn í Reykjavík í dag. Tvö skipanna eru frá Danmörku og það þriðja frá Frakklandi. Innlent 22.1.2026 14:02 Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Þetta var síðasta úrræðið sem við gátum gripið til,“ sagði Elissa Philipps sem ákærð er fyrir húsbrot og að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu er hún dvaldi í hvalveiðiskipi 33 klukkustundir til að mótmæla hvalveiðum. Innlent 22.1.2026 13:01 „Ég á þetta og má þetta“ Heldur hitnaði í kolum, og kannski eins og við mátti búast, þegar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Ingu Sæland formanns Flokks fólksins á Alþingi í dag. Hún vildi vita hvernig stæði á þessu hringli með málaflokka; að barnamálaráðherra væri kominn með uppbyggingu dvalarheimila á sínar herðar. Innlent 22.1.2026 12:38 „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir rök sín fyrir að kæra tvo aðgerðarsinna fyrir húsbrot í kjölfar mótmæla þeirra á hvalveiðibátum vera til að fæla aðra frá því að gera slíkt. Innlent 22.1.2026 12:01 Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Ion Panaghiu hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga konu eftir jólaboð í herbergi konunnar á gistiheimili í Kópavogi. Í kjölfar nauðgunarinnar sendi hann konunni fjölda skilaboða, þar sem hann kallaði hana meðal annars elskuna sína og eiginkonu sína, og reyndi að færa henni blómvönd. Innlent 22.1.2026 11:57 Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Í hádegisfréttum fjöllum við um aðalmeðferð fyrir héraðsdómi sem nú stendur yfir. Innlent 22.1.2026 11:42 Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum. Innlent 22.1.2026 11:20 Halla slær á putta handboltahetjunnar Halla Gunnarsdóttir formaður VR slær góðlátlega á putta Viktors Gísla Hallgrímssonar markmanns íslenska landsliðsins sem vildi fá alla til Malmö þar sem íslenska liðið leikur nú í undanriðli. Fyrsti leikurinn er á morgun og Viktor taldi ekki mikið mál að fólk nýtti sér veikindadagana til að skjótast út. Innlent 22.1.2026 11:08 „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Aðalmeðferð er hafin í máli tveggja aðgerðasinna sem dvöldu í 33 klukkustundir í tveimur hvalveiðiskipum árið 2023. Þær telja að um nauðsynlega aðgerð hafi verið að ræða. Innlent 22.1.2026 10:53 „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli hvalveiðimótmælendanna Anahitu Babaei og Elissu Bijou sem hlekkjuðu sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 í 33 klukkustundir árið 2023. Þær segjast tilbúnar til að standa á sínu í réttarsal og segja heiminn standa með sér. Innlent 22.1.2026 10:30 Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Innlent 22.1.2026 09:44 Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Fylgi Flokks fólksins er ekki áhyggjuefni að mati þingmanns flokksins sem telur ekki víst að kjósendur flokksins svari skoðanakönnunum í gegnum vefinn. Hún segist stolt af verkum flokksins og minnir á að stutt er liðið á kjörtímabilið. Innlent 22.1.2026 07:01 Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í verslunarmiðstöð í Kópavogi í gær, eftir að tilkynnt var um að hann væri til vandræða. Reyndist viðkomandi verulega ölvaður og árásargjarn og var því vistaður í fangageymslu. Innlent 22.1.2026 06:32 Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð „Þeir hafa aldrei beðist afsökunar með neinum sérstökum formlegum hætti og breskir embættismenn og stjórnmálamenn segja það fullum fetum í mín eyru að þetta hafi verið efnahagsleg hernaðaraðgerð sem breska ríkið beitti Ísland.“ Innlent 21.1.2026 23:16 Algjörlega óásættanleg staða „Það kemur mér auðvitað pínulítið á óvart ef kjósendur vilja frekar kjósa einhvern veginn afsprengi Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður þess síðarnefnda. Miðflokkurinn sé afturhaldssamur þjóðernisflokkur sem sæki innblástur til Bandaríkjanna. Innlent 21.1.2026 21:36 Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað í Vík í Mýrdal enda mikið byggt á staðnum samhliða mikilli fjölgun íbúa. Eftir nokkrar vikur mun Penninn Eymundsson meðal annars opna risaverslun í þorpinu og þá er ný íbúðablokk í byggingu svo eitthvað sé nefnt. Innlent 21.1.2026 21:17 Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum. Forsætisráðuneytið segir unnið að starfsáætlun vegna ársins 2026. Innlent 21.1.2026 19:29 Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Meirihlutinn í borgarstjórn ákvað í gær að styrkja Félagsbústaði um 2,4 milljarða króna. Það er tvöfalt hærri upphæð en sú lágmarksupphæð sem starfshópur um fjárhagsstöðuna leggur til í nýrri skýrslu. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Félagsbústaða gagnrýnir að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir minnihlutanum. Málið lykti af prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar. Innlent 21.1.2026 18:51 Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka Grænland með hervaldi. Hins vegar krefst hann viðræðna um eignarhald á eyjunni. Utanríkisráðherra Danmerkur hafnar öllum viðræðum. Innlent 21.1.2026 18:00 Hættu við lendingu í miðju aðflugi Flugvél Icelandair þurfti að hætta við lendingu í miðju aðflugi í Keflavík og fara í svokallað fráhvarfsflug. Vélin hafði flogið frá Arlanda í Stokkhólmi og kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag. Innlent 21.1.2026 17:56 Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Hann gekkst við því að hafa birt nektarmyndir af henni á netinu eftir að hótað að gera það. Hann bar fyrir sig að hann hefði ýmist tekið myndirnar eða hún sent honum þær og því hefði hann mátt birta þær opinberlega. Dómari féllst ekki á þann málatilbúnað en sýknaði manninn hins vegar af broti í nánu sambandi, þar sem samband þeirra var ekki talið slíkt. Innlent 21.1.2026 17:10 Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Lykilstjórnendur hjá Vélfagi hafa unnið að því að halda starfsemi gangandi í nýju félagi með því að kaupa búnað þess ódýrt. Þá hafa þeir fjarlægt tölvur úr húsnæði fyrirtækisins sem innihalda teikningar af vélum. Nokkrir starfs- og stjórnarmenn Vélfags voru handteknir í aðgerðum saksóknara í dag. Innlent 21.1.2026 15:45 Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gær til að kanna aðstæður í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi en þar hafði dauðan búrhval rekið á land. Innlent 21.1.2026 15:42 Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Meirihlutinnn í borgarstjórn hefur ákveðið að veita um 2,4 milljörðum til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra er falið að hafa milligöngu um málið. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir tillöguna hafa verið þvingaða fram. Ákveðið hafi verið að hunsa nýja skýrslu starfshóps í málinu. Innlent 21.1.2026 14:35 Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Mannanafnanefnd kom saman á fundi í gær og samþykkti sex ný nöfn á mannanafnaskrá. Þeirra á meðal eru karlmannsnafnið Friðálv og millinafnið Gletting. Innlent 21.1.2026 14:29 Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Síðastliðið mánudagskvöld var tilkynnt um innbrot á Akureyri. Skotvopnaskápur hafði verið brotinn upp í læstri geymslu í sameign og sex skotvopnum stolið þaðan. Innlent 21.1.2026 14:10 Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Fulltrúar fjárlaganefndar Alþingis eru staddir í París þar sem þeir heimsækja í vikunni nokkrar stofnanir til að kynna sér verklag við fjárlagagerð innan OECD og verkefni fjárlaganefndar Frakklands. Formaður nefndarinnar segir ferðina hafa verið mjög gagnlega til þessa. Aðeins einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar er með í för en um tíma var útlit fyrir að enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar færi með. Innlent 21.1.2026 14:04 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Óbirt skýrsla um fjárhagsstöðu Félagsbústaða lýsir veikri fjárhagsstöðu félagsins sem hafi verið rekið með ósjálfbærum hætti undanfarin ár. Sjóðstreymi hafi verið neikvætt, stjórnun þess verið línudans og aðferðum verið beitt sem hafi reynst rekstrinum þungar. Á hinn bóginn má lesa bjartsýni úr skýrslunni þar sem settar eru fram tillögur um hvernig megi snúa rekstri Félagsbústaða „frá vítahring til fjárhagslegrar sjálfbærni,“ líkt og það er orðað í skýrslunni. Meðal þess sem lagt er til er 1,5% raunhækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum. Innlent 22.1.2026 15:17
Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Hafrannsóknaskipin Þórunn Þórðardóttir og Árni Friðriksson hafa neyðst til að gera hlé á loðnumælingum vegna brælu undan Húnaflóa. Báðum hefur verið siglt í átt að landi í var. Innlent 22.1.2026 14:52
Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Á fjölmennum fundi í vallarhúsi Gróttu á Seltjarnarnesi var tekin ákvörðun um að Samfylkingin bjóði fram í samstarfi við Viðreisn og óflokksbundna Seltirninga undir merkjum Samfylkingar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í vor. Innlent 22.1.2026 14:44
Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Þremur her- og varðskipum hefur verið siglt í höfn í Reykjavík í dag. Tvö skipanna eru frá Danmörku og það þriðja frá Frakklandi. Innlent 22.1.2026 14:02
Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Þetta var síðasta úrræðið sem við gátum gripið til,“ sagði Elissa Philipps sem ákærð er fyrir húsbrot og að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu er hún dvaldi í hvalveiðiskipi 33 klukkustundir til að mótmæla hvalveiðum. Innlent 22.1.2026 13:01
„Ég á þetta og má þetta“ Heldur hitnaði í kolum, og kannski eins og við mátti búast, þegar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Ingu Sæland formanns Flokks fólksins á Alþingi í dag. Hún vildi vita hvernig stæði á þessu hringli með málaflokka; að barnamálaráðherra væri kominn með uppbyggingu dvalarheimila á sínar herðar. Innlent 22.1.2026 12:38
„Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir rök sín fyrir að kæra tvo aðgerðarsinna fyrir húsbrot í kjölfar mótmæla þeirra á hvalveiðibátum vera til að fæla aðra frá því að gera slíkt. Innlent 22.1.2026 12:01
Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Ion Panaghiu hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga konu eftir jólaboð í herbergi konunnar á gistiheimili í Kópavogi. Í kjölfar nauðgunarinnar sendi hann konunni fjölda skilaboða, þar sem hann kallaði hana meðal annars elskuna sína og eiginkonu sína, og reyndi að færa henni blómvönd. Innlent 22.1.2026 11:57
Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Í hádegisfréttum fjöllum við um aðalmeðferð fyrir héraðsdómi sem nú stendur yfir. Innlent 22.1.2026 11:42
Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum. Innlent 22.1.2026 11:20
Halla slær á putta handboltahetjunnar Halla Gunnarsdóttir formaður VR slær góðlátlega á putta Viktors Gísla Hallgrímssonar markmanns íslenska landsliðsins sem vildi fá alla til Malmö þar sem íslenska liðið leikur nú í undanriðli. Fyrsti leikurinn er á morgun og Viktor taldi ekki mikið mál að fólk nýtti sér veikindadagana til að skjótast út. Innlent 22.1.2026 11:08
„Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Aðalmeðferð er hafin í máli tveggja aðgerðasinna sem dvöldu í 33 klukkustundir í tveimur hvalveiðiskipum árið 2023. Þær telja að um nauðsynlega aðgerð hafi verið að ræða. Innlent 22.1.2026 10:53
„Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli hvalveiðimótmælendanna Anahitu Babaei og Elissu Bijou sem hlekkjuðu sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 í 33 klukkustundir árið 2023. Þær segjast tilbúnar til að standa á sínu í réttarsal og segja heiminn standa með sér. Innlent 22.1.2026 10:30
Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Innlent 22.1.2026 09:44
Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Fylgi Flokks fólksins er ekki áhyggjuefni að mati þingmanns flokksins sem telur ekki víst að kjósendur flokksins svari skoðanakönnunum í gegnum vefinn. Hún segist stolt af verkum flokksins og minnir á að stutt er liðið á kjörtímabilið. Innlent 22.1.2026 07:01
Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í verslunarmiðstöð í Kópavogi í gær, eftir að tilkynnt var um að hann væri til vandræða. Reyndist viðkomandi verulega ölvaður og árásargjarn og var því vistaður í fangageymslu. Innlent 22.1.2026 06:32
Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð „Þeir hafa aldrei beðist afsökunar með neinum sérstökum formlegum hætti og breskir embættismenn og stjórnmálamenn segja það fullum fetum í mín eyru að þetta hafi verið efnahagsleg hernaðaraðgerð sem breska ríkið beitti Ísland.“ Innlent 21.1.2026 23:16
Algjörlega óásættanleg staða „Það kemur mér auðvitað pínulítið á óvart ef kjósendur vilja frekar kjósa einhvern veginn afsprengi Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður þess síðarnefnda. Miðflokkurinn sé afturhaldssamur þjóðernisflokkur sem sæki innblástur til Bandaríkjanna. Innlent 21.1.2026 21:36
Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað í Vík í Mýrdal enda mikið byggt á staðnum samhliða mikilli fjölgun íbúa. Eftir nokkrar vikur mun Penninn Eymundsson meðal annars opna risaverslun í þorpinu og þá er ný íbúðablokk í byggingu svo eitthvað sé nefnt. Innlent 21.1.2026 21:17
Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum. Forsætisráðuneytið segir unnið að starfsáætlun vegna ársins 2026. Innlent 21.1.2026 19:29
Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Meirihlutinn í borgarstjórn ákvað í gær að styrkja Félagsbústaði um 2,4 milljarða króna. Það er tvöfalt hærri upphæð en sú lágmarksupphæð sem starfshópur um fjárhagsstöðuna leggur til í nýrri skýrslu. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Félagsbústaða gagnrýnir að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir minnihlutanum. Málið lykti af prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar. Innlent 21.1.2026 18:51
Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka Grænland með hervaldi. Hins vegar krefst hann viðræðna um eignarhald á eyjunni. Utanríkisráðherra Danmerkur hafnar öllum viðræðum. Innlent 21.1.2026 18:00
Hættu við lendingu í miðju aðflugi Flugvél Icelandair þurfti að hætta við lendingu í miðju aðflugi í Keflavík og fara í svokallað fráhvarfsflug. Vélin hafði flogið frá Arlanda í Stokkhólmi og kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag. Innlent 21.1.2026 17:56
Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Hann gekkst við því að hafa birt nektarmyndir af henni á netinu eftir að hótað að gera það. Hann bar fyrir sig að hann hefði ýmist tekið myndirnar eða hún sent honum þær og því hefði hann mátt birta þær opinberlega. Dómari féllst ekki á þann málatilbúnað en sýknaði manninn hins vegar af broti í nánu sambandi, þar sem samband þeirra var ekki talið slíkt. Innlent 21.1.2026 17:10
Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Lykilstjórnendur hjá Vélfagi hafa unnið að því að halda starfsemi gangandi í nýju félagi með því að kaupa búnað þess ódýrt. Þá hafa þeir fjarlægt tölvur úr húsnæði fyrirtækisins sem innihalda teikningar af vélum. Nokkrir starfs- og stjórnarmenn Vélfags voru handteknir í aðgerðum saksóknara í dag. Innlent 21.1.2026 15:45
Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gær til að kanna aðstæður í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi en þar hafði dauðan búrhval rekið á land. Innlent 21.1.2026 15:42
Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Meirihlutinnn í borgarstjórn hefur ákveðið að veita um 2,4 milljörðum til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra er falið að hafa milligöngu um málið. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir tillöguna hafa verið þvingaða fram. Ákveðið hafi verið að hunsa nýja skýrslu starfshóps í málinu. Innlent 21.1.2026 14:35
Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Mannanafnanefnd kom saman á fundi í gær og samþykkti sex ný nöfn á mannanafnaskrá. Þeirra á meðal eru karlmannsnafnið Friðálv og millinafnið Gletting. Innlent 21.1.2026 14:29
Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Síðastliðið mánudagskvöld var tilkynnt um innbrot á Akureyri. Skotvopnaskápur hafði verið brotinn upp í læstri geymslu í sameign og sex skotvopnum stolið þaðan. Innlent 21.1.2026 14:10
Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Fulltrúar fjárlaganefndar Alþingis eru staddir í París þar sem þeir heimsækja í vikunni nokkrar stofnanir til að kynna sér verklag við fjárlagagerð innan OECD og verkefni fjárlaganefndar Frakklands. Formaður nefndarinnar segir ferðina hafa verið mjög gagnlega til þessa. Aðeins einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar er með í för en um tíma var útlit fyrir að enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar færi með. Innlent 21.1.2026 14:04