Innlent

Vistunin sé kerfis­bundið brot á mann­réttindum

Félag bráðalækna telur vistun sjúklinga í bílskúr bráðamóttökunnar vera kerfisbundið brot á mannréttindum þeirra. Það sé daglegt viðfangsefni að leysa öryggisógnir vegna plássleysis en vandamálið sé ekki bráðamóttakan sjálf heldur heilbrigðiskerfið í heild.

Innlent

Þau eru til­nefnd sem maður ársins

Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið.

Innlent

Stór mál standa enn út af

Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta.

Innlent

Í takt við það sem verið hefur

Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla.

Innlent

Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester

Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið til Manchester í Englandi í Liverpool í dag vegna lokunar á annarri tveggja flugbrauta flugvallarins í Manchester. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka flugvélarinnar í Liverpool var flogið til Manchester, þar sem vélinni var lent tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun.

Innlent

Ekki lengur hægt að breiða yfir sann­leikann

Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós.

Innlent

Vinstri beygjan bönnuð

Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún.

Innlent

„Ég var kölluð „hryðju­verka­maður““

„Þegar fólk sér prófílmyndina mína og að ég er múslímsk kona þá finnst þeim í lagi að gera grín að trúarbrögðunum mínum, að kalla mig ákveðnum hlutum vegna trúarbragða minna og að segja mér að ég eigi ekki heima í þessu samfélagi. Að ég eigi að fara, snúa aftur þaðan sem ég kom, og svo framvegis.“

Innlent

Vinna að því að koma upp efna­greiningu í neyslurýmum

Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar.

Innlent

Ekki mót­fallin Fljóta­göngum en ekki með nýrri for­gangs­röðun

Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Innlent

„Mjög erfitt starf til­finninga­lega“

Síðastliðin sjö ár hefur Hjálparstarf kirkjunnar starfrækt saumaklúbb fyrir innflytjendakonur þar sem markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun þeirra. Smári Jökull kíkti í heimsókn í Breiðholtskirkju þar sem konurnar voru í óða önn að baka piparkökur og undirbúa sölumarkað.

Innlent

Hand­tekinn með stóran hníf

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling á gangi með stóran hníf. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn eftir að lögregla skoraði á hann að leggja hnífinn frá sér. Ekki kemur fram hvar maðurinn var handtekinn en málið er skráð hjá stöð 1 í Austurbæ, Vesturbæ, Miðbæ og Seltjarnarnesi.

Innlent

Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar

Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. 

Innlent

Ís­lendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og á­rásin var gerð

Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni.

Innlent

Ekkert á­kveðið varðandi fram­boð: „Ég er í tveimur flokkum“

„Það er ekki búið að ákveða neitt, ég er ekki einu sinni búinn að ræða þetta við konuna. Þetta er fullt af orðrómum, það er langt því frá að þetta sé orðið umræðuefni. Þetta er ekkert annað en bara spjall á kaffistofum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, spurður hvort hann sé á leið í framboð í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Innlent

Á­standið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins

Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu.

Innlent