Innlent

Færir nýársboðið fram á þrettándann

Nýársboð forseta verður haldið á þrettánda degi jóla frekar en á nýársdag eins og hefð gerir ráð fyrir. Forsetaritari segir þetta gert til þess að komast til móts við ábendingar gesta sem vilji frekar verja nýársdegi með fjölskyldu sinni.

Innlent

Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur

Nú mega karlar heita Arin og Draumur, konur heita Love og Harne og kvár heita Ranimosk og Tóní. Þetta kemur fram í nýjum úrskurðum mannanfnanefndar, sem hafnaði þó beiðni um eiginnafnið Óðin og millinafnið Guðmundsen.

Innlent

„Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“

Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir að mál starfsmanns Útlendingastofnunar, sem deildi nöfnum skjólstæðinga sinna og stærði sig af því að hafa synjað fólki um landvistarleyfi, verði að hafa afleiðingar. Útlendingastofnun þurfi að sýna það út á við að þeim sé treystandi til að vinna verkefni sín af fagmennsku.

Innlent

Gyðingar á Ís­landi upp­lifa aukinn ótta

Gyðingar á Íslandi hafa upplifað aukinn ótta í kjölfar hryðjuverka Hamasliða 7. október 2023. Gyðingur búsettur hér á landi segir  að landslagið hafi breyst og að hann sé ekki eins opinskár með það að hann sé gyðingur síðan yfirstandandi stríð hófst.

Innlent

„Þetta er bara ljótt“

Deildar meiningar eru um kynnta aðgerðaráætlun Loga Más Einarssonar menningarráðherra á fjölmiðlamarkaði. Sjálfur segir Logi aðgerðirnar skýrar, fjármagnaðar og til þess gerðar að efla lýðræðið í landinu en Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður segir aðgerðirnar þunnt kaffi.

Innlent

Vega­gerðin segir flóðin í Vík fyrir­séð

Fyrri flóð hafa veikt sjávarkambinn í Vík í Mýrdal með þeim afleiðingum að sjór gengur lengra inn á land en áður, jafnvel í veðrum sem teljast ekki slæm. Vegagerðin segir að þetta hafi verið fyrirséð þróun.

Innlent

„En hver sagði að þetta ætti að vera auð­velt?“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að neita því að skakkaföll hafi orðið á atvinnulífinu hér á landi að undanförnu. Borið hafi á úrtöluröddum sem nýti hvert tækifæri við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að skipta um stefnu og að þrýst hafi verið á stjórnarmeirihlutann til að falla frá erfiðum ákvörðunum.

Innlent

Milljónir til al­manna­tengla og átta sinnum meira en í fyrra

Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Innlent

Bindur vonir við Vor til vinstri

Fráfarandi formaður Vinstri grænna vonar að vinstri flokkum í Reykjavík takist að stilla saman strengi undir framboðinu Vor til vinstri. Sjálf er hún að yfirgefa hið pólitíska svið eftir tuttugu ár í stjórnmálum. Undanfarið hefur hún verið að skrifa og hugsar sér jafnvel að gefa út bók enda þurfi að halda ýmsu til haga, eins og hún orðar það.

Innlent

„Þetta er al­veg á­sættan­legur samningur“

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir veiðirétt íslensks sjávarútvegs á makríl samkvæmt nýju samkomulagi ekki langt frá vonum sínum. Viðbúið hafi verið að 16,5 prósent hlutur Íslands af heildarmakrílkvótanum væri ekki raunhæfur.

Innlent

Deildi nöfnum skjól­stæðinga á Instagram

Starfsmaður Útlendingastofnunar er sagður hafa deilt nöfnum skjólstæðinga sinna með fólki á Instagram. Það er brot á þagnarskyldu umrædds starfsmanns og er talið alvarlegt brot gegn skyldum embættismanna.

Innlent

Ís­lendingar þægi­leg fórnar­lömb fyrir vasaþjófa

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir Íslendinga sérstaklega berskjaldaða fyrir vasaþjófnaði. Hann biðlar til fólks að hafa varann á í asanum sem fylgir jólainnkaupum og jólastressi. Þrír vasaþjófar sem voru handteknir í vikunni verða sendir úr landi og þrír hafa þegar verið sendir úr landi.

Innlent

Von­brigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gagnrýni sveitarstjóra Mýrdalshrepps á Vegagerðina og stjórnvöld en hann sakar þau um aðgerðarleysi. Mikill sjór gekk á land við Vík í vikunni en að hans mati mun þjóðvegurinn fara í sundur að öllu óbreyttu.

Innlent