Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 5. maí 2014 07:00 Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. Mynd:hag Boðað verkfall flugmanna hjá Icelandair föstudaginn 9. maí, gæti sett ferðaáætlanir tæplega 7.000 farþega í uppnám. Þennan sólarhring eiga samtals 22 flugvélar að koma til landsins á vegum Icelandair og er áætlað að 3.300 til 3.400 farþegar ferðist með þeim. Frá landinu eru bókuð 24 flug á vegum flugfélagsins og gert er ráð fyrir að 3.600 til 3.700 manns séu á útleið.Um 300 flugmenn starfa hjá Icelandair og hafa þeir boðað til sex tímabundinna verkfalla takist samningar ekki. Verkföll eru boðuð 9., 16., og 20. maí frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis. Þá ætla flugmenn að leggja niður vinnu frá klukkan sex að morgni 23. maí til sex að morgni 25. maí hafi samningar við Icelandair ekki tekist. Einnig er boðað boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni þann 3. júní. Fyrirhuguð verkföll flugmanna setja því ferðaáætlanir þúsunda manna í uppnám á næstunni. Sáttafundur er boðaður í deilunni í dag en mikið virðist bera í milli deilenda. „Verkfall, ef af verður, hefur í för með sér umtalsvert tjón fyrir Icelandair en ekki síður fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist vonast til að það takist að semja áður en verkfall skellur á. Hann segist ekki vilja ræða kröfugerð flugmanna opinberlega. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru meðalheildarlaun flugmanna og flugstjóra hjá Icelandair á bilinu 1,5 til 2 milljónir á mánuði. Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn krefjist 30 prósenta hækkunar launa á samningstímanum. Þetta telja atvinnurekendur glórulausar kröfur sem ekki verði gengið að. Flugmenn séu á góðum launum miðað við margar aðrar starfsstéttir. Hafsteinn segir umræður um að setja lög sem banna verkfall flugmanna einkennilegar. Landið lokist ekki þó flugmenn Icelandair fari í verkfall. Hann bendir á að sjö til átta flugfélög fljúgi til og frá landinu í byrjun maí en þau verði átján í sumar. „Það er grafalvarlegt mál ef það eru sett lög á stéttarfélög,“ segir Hafsteinn. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Boðað verkfall flugmanna hjá Icelandair föstudaginn 9. maí, gæti sett ferðaáætlanir tæplega 7.000 farþega í uppnám. Þennan sólarhring eiga samtals 22 flugvélar að koma til landsins á vegum Icelandair og er áætlað að 3.300 til 3.400 farþegar ferðist með þeim. Frá landinu eru bókuð 24 flug á vegum flugfélagsins og gert er ráð fyrir að 3.600 til 3.700 manns séu á útleið.Um 300 flugmenn starfa hjá Icelandair og hafa þeir boðað til sex tímabundinna verkfalla takist samningar ekki. Verkföll eru boðuð 9., 16., og 20. maí frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis. Þá ætla flugmenn að leggja niður vinnu frá klukkan sex að morgni 23. maí til sex að morgni 25. maí hafi samningar við Icelandair ekki tekist. Einnig er boðað boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni þann 3. júní. Fyrirhuguð verkföll flugmanna setja því ferðaáætlanir þúsunda manna í uppnám á næstunni. Sáttafundur er boðaður í deilunni í dag en mikið virðist bera í milli deilenda. „Verkfall, ef af verður, hefur í för með sér umtalsvert tjón fyrir Icelandair en ekki síður fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist vonast til að það takist að semja áður en verkfall skellur á. Hann segist ekki vilja ræða kröfugerð flugmanna opinberlega. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru meðalheildarlaun flugmanna og flugstjóra hjá Icelandair á bilinu 1,5 til 2 milljónir á mánuði. Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn krefjist 30 prósenta hækkunar launa á samningstímanum. Þetta telja atvinnurekendur glórulausar kröfur sem ekki verði gengið að. Flugmenn séu á góðum launum miðað við margar aðrar starfsstéttir. Hafsteinn segir umræður um að setja lög sem banna verkfall flugmanna einkennilegar. Landið lokist ekki þó flugmenn Icelandair fari í verkfall. Hann bendir á að sjö til átta flugfélög fljúgi til og frá landinu í byrjun maí en þau verði átján í sumar. „Það er grafalvarlegt mál ef það eru sett lög á stéttarfélög,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira