Erlent

Köstuðu steinum í lögreglu

Ugla Egilsdóttir skrifar
Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu.
Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu. Mynd/AFP
Hundruð mótmælenda köstuðu steinum í lögregluna fyrir utan þinghúsið í Kænugarði á þriðjudag, og lögreglan beitti táragasi. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ríkisstjórn Úkraínu um að tefja umbætur á stjórnarskránni sem draga myndu úr völdum forsetans. 

Átökin í dag draga úr vonum um að krísan sem dregist hefur á langinn í þrjá mánuði leysist skjótt.


Tengdar fréttir

Mótmælendur yfirgefa ráðhúsið í Kænugarði

Yfirvöld í Úkraínu hafa lofað mótmælendum að fella niður allar ákærur gegn þeim, samþykki það að yfirgefa opinberar byggingar sem þeir hafa haft á valdi sínu.

Klitschko hótar forseta Úkraínu

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Úkraínu hafa sett forseta landsins Viktori Janúkóvits, afarkosti, eftir að viðræður um lausn deilunnar sem valdið hefur ófriðarbáli í höfuðborginni Kænugarði síðustu vikur fóru út um þúfur í gær.

Neyðarlögum hótað í Úkraínu

Dómsmálaráðherra Úkraínu varaði mótmælendur við því að neyðarlögum verði komið á í landinu fari þeir ekki úr ráðuneytinu, en hópur fólks ruddist þar inn í gærkvöldi og hefur bygginguna nú á valdi sínu.

Áframhaldandi ofbeldi í Kænugarði

Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, bauð í gær stjórnarandstöðumönnum að taka sæti forsætisráðherra og vara- forsætisráðherra í þeim tilgangi að binda endi á mótmæli og stigvaxandi ofbeldi í Kænugarði.

Kosið á ný um umdeild lög í Úkraínu

Þingmenn í Kænugarði í Úkraínu koma saman í dag á sérstökum fundi en þar er búist við því að kosið verði um hvort fella beri ný lög sem bönnuðu mótmæli í landinu, úr gildi.

Forseti Úkraínu úr veikindaleyfi

Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, snýr til baka úr stuttu veikindaleyfi dag. Veikindaleyfi forsetans vakti áhyggjur af því að hann væri í þann veg að lýsa yfir neyðarástandi í landinu.

Úkraínuforseti lagstur í rúmið

Viktor Janúkóvitsj er kominn með kvef og háan hita og ófær um að sinna störfum sínum, einmitt nú þegar mótmælin gegn honum standa sem hæst.

Ótrúlegar myndir frá mótmælunum í Úkraínu

Mótmælin í Úkraínu héldu áfram í dag og forseti landsins, Viktor Janúkóvitsj, er lagstur í rúmið vegna kvefs. Óvíst er hvenær hann tekur til starfa að nýju. Mótmælendur krefjast þess að hann segi af sér.

Viðræður í Úkraínu skiluðu litlu

Ekkert kom út úr fundi leiðtoga mótmælenda í Úkraínu með forseta landsins sem fram fór í gærkvöldi. Vitali Klitschko, einn af forsprökkum stjórnarandstöðunnar sagði að forsetinn Yanukovych hefði ekki rétt fram sáttahönd og óttast hann frekari blóðsúthellingar í landinu.

Hefur áhyggjur af framtíð Úkraínu

Úkraínski boxarinn Vladimír Klitsjkó, bróðir stjórnarandstæðingsins Vítalí, segir að Úkraína geti á augabragði breyst í einræðisríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×