Erlent

Janúkóvitsj kallar þingið saman

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Eldar loga í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Eldar loga í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Vísir/AP
Viktor Janaúkóvitsj, forseti Úkraínu, hefur kallað þjóðþing landsins saman til sérumræðu í næstu viku um ástandið í landinu.

Hann hefur þó ekkert látið uppi um það, hvort hann geti hugsað sér að láta undan kröfum stjórnarandstöðunnar, sem vill að hann segi af sér.

Vítalí Klitsjkó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefur sagt að niðurstaða verði að fást í það fyrir kvöldið hvort Janúkóvitsj muni segja af sér. Að öðrum kosti muni mótmælendur herða átök sín við lögreglu.

Spennan í landinu magnaðist til muna eftir að tveir mótmælendur féllu fyrir byssuskotum frá lögreglu í gær. Þetta voru fyrstu dauðsföllin í átökunum, sem harðnað hafa með viku hverri.

Mótmælin gegn Janúkóvitsj hófust í nóvember eftir að hann hætti við að gera samstarfssamning við Evrópusambandið. Þess í stað styrkti hann tengsl Úkraínu við Rússland.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×