Erlent

Vilja breyta stjórnarskránni til að draga úr völdum forseta

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sofandi mótmælendur í Kænugarði í nótt sem leið.
Sofandi mótmælendur í Kænugarði í nótt sem leið. vísir/afp
Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Úkraínu krefjast þess að stjórnarskrá landsins verði breytt til þess að draga úr völdum Viktors Janúkovítsj, forseta landsins.

Stjórnarandstaða varar við því að aðgerðaleysi þingsins muni aðeins kynda undir það ófriðarbál sem ríkt hefur í höfuðborginni Kænugarði síðan í desember í fyrra.

Stuðningsmenn forsetans eru andsnúnir tillögunni, sem kveður á um að taka upp stjórnarskrá landsins frá árinu 2004. Við það myndu völd forsetans minnka umtalsvert, og myndi þingið því í stað forseta skipa í stöður ráðherra og ríkisstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×