Stokke í raðir Aftureldingar Norski framherjinn Benjamin Stokke hefur gengið í raðir Aftureldingar. Hann skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi leiktíð. Íslenski boltinn 30.4.2025 13:18
Bikarvörnin hefst gegn Fram Valur, sem varð bikarmeistari í fyrra, mætir Fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Þrír aðrir Bestu deildarslagir verða í sextán liða úrslitunum. Íslenski boltinn 30.4.2025 13:15
Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sky Sports í Þýskalandi segir Bayer Leverkusen með auga á Hollendingnum Erik ten Hag. Hann sé ofarlega á lista til að taka við liðinu í sumar. Fótbolti 30.4.2025 12:30
Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst. Handbolti 30.4.2025 08:00
Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Indiana Pacers tryggði sér sæti í undanúrslitum Austurdeildar NBA með eins stigs sigri, 119-118, á Milwaukee Bucks í framlengdum fimmta leik liðanna í nótt. Pabbi skærustu stjörnu Indiana hagaði sér eins og kjáni eftir leikinn. Körfubolti 30.4.2025 07:35
Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar. Íslenski boltinn 30.4.2025 07:01
Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Stórleikur Barcelona og Inter á hug okkar allan á Stöð 2 Sport í dag þó við bjóðum einnig upp á eðal hafnabolta. Sport 30.4.2025 06:00
Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Enginn verður ákærður vegna andláts íshokkíkappans Adam Johnson. Hinn 29 ára gamli Johnson, leikmaður Nottingham Panthers, lést eftir slys á íshokkívellinum þar sem hann skarst á hálsi og lést af sárum sínum. Sport 29.4.2025 23:02
Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Það styttist í að félagaskiptaglugginn í Bestu deild karla loki og nokkur félagaskipti hafa dottið inn í blálokin. Arnór Borg Guðjohnsen hefur gengið til liðs við Vestra á láni og Fram hefur fundið markvörð. Íslenski boltinn 29.4.2025 22:16
Valur í kjörstöðu gegn ÍR Valur er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna eftir annan stórsigur á ÍR. Handbolti 29.4.2025 21:53
„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 29.4.2025 21:44
Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Víkingur hefur samið við Ali Al-Mosawe, dansk-íraskan vængmann sem lék síðast með Hilleröd í dönsku B-deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 29.4.2025 21:25
„Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, er ánægð með byrjun liðsins á tímabilinu. Þróttur sótti eins marks sigur gegn Víkingi í jöfnum baráttuleik í kvöld og hefur ekki tapað enn í deildinni. Íslenski boltinn 29.4.2025 20:34
Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar. Íslenski boltinn 29.4.2025 17:16
Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto eru úr leik í Evrópudeild karla í handbolta eftir tap gegn Montpellier. Á sama tíma flaug Elvar Örn Jónsson inn í undanúrslitin með Melsungen. Handbolti 29.4.2025 20:23
Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Haukar unnu 25-24 sigur á Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild kvenna í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Liðið leiðir einvígið því 2-0. Handbolti 29.4.2025 17:16
„Ég er smá í móðu“ Elín Klara Þorkelsdóttir réði enn og aftur úrslitum í leik Hauka sem vann 25-24 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Hún skoraði 11 mörk, þar á meðal markið sem réði úrslitum. Handbolti 29.4.2025 20:11
Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik. Íslenski boltinn 29.4.2025 17:16
Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sigtryggur Arnar Björnsson eignaðist barn rétt áður en Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Sigtryggur Arnar var þó ekki á fæðingadeildinni og er klár í slaginn. Körfubolti 29.4.2025 19:19
Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild. Íslenski boltinn 29.4.2025 18:59
Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Það var pressa á báðum liðum í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Stólarnir þurftu að verja sinn heimavöll og gestirnir verða að sækja í það minnsta einn sigur norður en staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn í kvöld. Körfubolti 29.4.2025 18:31
Mark snemma leiks gerði gæfumuninn París Saint-Germain leiðir gegn Arsenal eftir 1-0 útisigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á öðrum degi hefði Arsenal skorað að lágmarki eitt mark en að sama skapi fengu gestirnir tækifæri til að bæta við mörkum. Fótbolti 29.4.2025 18:31
Henríetta lánuð til Þór/KA Henríetta Ágústsdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún kemur á láni frá Stjörnunni. Íslenski boltinn 29.4.2025 18:01
Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Fótboltakonan Snædís María Jörundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna á ný eftir eitt og hálft tímabil í herbúðum FH. Íslenski boltinn 29.4.2025 16:33