Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum Hinrik Wöhler skrifar 29. janúar 2026 20:30 Haukar lyftu sér upp í þriðja sæti deildarinnar með eins marks sigri á ÍR í kvöld. vísir Haukar og ÍR áttust við í 15. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld og endaði leikurinn með eins marks sigri Hauka, 23-22. Með sigrinum lyfta Haukar sér upp fyrir ÍR og verma þriðja sæti deildarinnar. Haukar voru sterkari í upphafi leiks á meðan ÍR-ingar áttu í vandræðum með að skora úr opnum leik en fengu þó fjögur vítaköst á fyrstu 12 mínútum leiksins eftir sofandahátt í vörn Hauka. Vinstri vængurinn hjá Haukum var atkvæðamikill í fyrri hálfleik og var mikið reynt á vörn gestanna hægra megin. Embla Steindórsdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir báru þungan af sóknarleik Hauka framan af. Eftir hæga byrjun komust gestirnir þó inn í leikinn og um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 6-6. Leikurinn var fremur hægur á köflum og leikmenn beggja liða urðu sekir um tæknileg mistök í sókninni, en takturinn batnaði þegar leið á hálfleikinn. Haukar náðu að færa sér yfirtöluna í nyt þegar ÍR-ingar voru manni færri og komust í 12-8 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. ÍR-ingar, með Söru Dögg Hjaltadóttur í fararbroddi, náðu að minnka muninn í tvö mörk og stóð leikurinn í 13-11 í hálfleik, Haukum í vil. Sóknarleikur Hauka var skilvirkur í upphafi seinni hálfleiks og leiddu þær með fjórum mörkum um miðbik hans. ÍR-ingar urðu fyrir áfalli þegar Vaka Líf Kristinsdóttir fékk rautt spjald á 39. mínútu, eftir að dómarar leiksins nýttu sér skjádómgæslu og sendu hana af velli. Í kjölfarið færðist hiti í leikinn og baráttuandinn jókst hjá gestunum. Þær þéttu vörnina og komu í veg fyrir að Haukar skoruðu mark í tæpar tíu mínútur. Það gerði þeim kleift að jafna leikinn í 20-20 þegar fimm mínútur voru eftir. ÍR-ingum var þó fyrirmunað að komast yfir á lokamínútunum og skutu meðal annars þrisvar í röð í stöngina. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir braut loks ísinn eftir langa markaþurrð Hauka með tveimur mörkum í röð og að endingu tryggðu Haukar sér eins marks sigur, 23-22. Atvik leiksins Það gekk lítið upp hjá Haukum sóknarlega um miðbik seinni hálfleiks en eftir tíu mínútna markaþurrð fiskaði Jóhanna Margrét víti sem hún skoraði sjálf úr. Það kom Haukum á bragðið að nýju og að lokum innsigluðu þær eins marks sigur. Stjörnur og skúrkar Sara Dögg Hjaltadóttir var allt í öllu í sóknarleik ÍR og á endanum mættu varnarmenn Hauka henni strax á miðjum vellinum. Hún skoraði níu mörk í kvöld og fiskaði tvö vítaköst. Matthildur Lilja Jónsdóttir var einnig öflug á báðum endum vallarins. Rakel Oddný Guðmundsdóttir var atkvæðamest hjá Haukum og nýtti færin sín vel úr vinstra horninu og úr hraðaupphlaupum, með sjö mörk úr átta tilraunum. Sara Sif Helgadóttir stóð vaktina vel í marki Hauka, sérstaklega úr hornafærum. ÍR-ingar voru aðeins með 25% nýtingu úr hornunum í kvöld, þrjú mörk úr tólf skotum, og brást bogalistin á mikilvægum tímapunkti í leiknum. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson mynduðu dómaratvíeykið í kvöld og voru með fremur harða línu sem skilaði sér í fjölmörgum vítaköstum og tveggja mínútna brottvísunum. Þeir nýttu skjádómgæslu þegar þeir vísuðu Vöku Líf Kristinsdóttur af velli með rautt spjald og að mati ÍR-inga var það ansi harður dómur. Línan var þó hörð báðum megin og hallaði á hvorugt liðið. Stemning og umgjörð Það var rólegt framan af en hitnaði í kolunum þegar leið á leikinn í Kuehne+Nagel-höllinni og stemningin og spennan jókst jafnt og þétt. Viðtöl Grétar Áki: „Mér finnst þetta ekki rautt“ Grétar Áki Andersen hrósaði liði sínu fyrir kröftugan varnarleik þrátt fyrir tapið.ÍR Grétar Áki Andersen, þjálfari ÍR, var ekki langt frá því að taka stig eða tvö af Haukum í dag en þarf að sætta sig við tap. Hann var til tals í leikslok og skýringin á tapinu var einföld. „Svekkjandi. Við töpum of mörgum boltum og klikkum á dauðafærum.“ Grétar var sáttur með varnarleikinn allan leikinn og að hafa haldið Haukum í 23 mörkum, en það dugði ekki til í kvöld. „Baráttan var til staðar í fyrri hálfleik og þær tapa boltanum sjö til átta sinnum því að við vorum að spilum góða vörn. Munurinn er bara að við vorum að tapa boltanum mun meira og vorum að fá hraðaupphlaup í bakið.“ „Í seinni hálfleik þá höldum við í okkar concept og bara breyttum aðeins. Þær áttu mjög erfitt með að slútta á okkur.“ Grétar var spurður út í rauða spjaldið sem Vaka Líf fékk um miðbik seinni hálfleiks og var ósammála dómurum leiksins. „Mér finnst þetta ekki rautt, mér finnst þetta rosalegt soft. Það er enginn kraftur í hreyfingunni hjá henni þar sem sóknarmaðurinn býr til kraftinn. Það er rosa erfitt fyrir mig að sjá þetta öðruvísi.“ Breiðhyltingar eru í harðri baráttu við Hauka um þriðja sætið og fóru dýrkeypt stig í súginn í kvöld. „Við viljum enda eins ofarlega við getum og þess vegna er gríðarlega svekkjandi að tapa í dag, annars hefðum við getað slitið okkur þremur stigum frá þeim,“ sagði Grétar að lokum. Olís-deild kvenna Haukar ÍR
Haukar og ÍR áttust við í 15. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld og endaði leikurinn með eins marks sigri Hauka, 23-22. Með sigrinum lyfta Haukar sér upp fyrir ÍR og verma þriðja sæti deildarinnar. Haukar voru sterkari í upphafi leiks á meðan ÍR-ingar áttu í vandræðum með að skora úr opnum leik en fengu þó fjögur vítaköst á fyrstu 12 mínútum leiksins eftir sofandahátt í vörn Hauka. Vinstri vængurinn hjá Haukum var atkvæðamikill í fyrri hálfleik og var mikið reynt á vörn gestanna hægra megin. Embla Steindórsdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir báru þungan af sóknarleik Hauka framan af. Eftir hæga byrjun komust gestirnir þó inn í leikinn og um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 6-6. Leikurinn var fremur hægur á köflum og leikmenn beggja liða urðu sekir um tæknileg mistök í sókninni, en takturinn batnaði þegar leið á hálfleikinn. Haukar náðu að færa sér yfirtöluna í nyt þegar ÍR-ingar voru manni færri og komust í 12-8 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. ÍR-ingar, með Söru Dögg Hjaltadóttur í fararbroddi, náðu að minnka muninn í tvö mörk og stóð leikurinn í 13-11 í hálfleik, Haukum í vil. Sóknarleikur Hauka var skilvirkur í upphafi seinni hálfleiks og leiddu þær með fjórum mörkum um miðbik hans. ÍR-ingar urðu fyrir áfalli þegar Vaka Líf Kristinsdóttir fékk rautt spjald á 39. mínútu, eftir að dómarar leiksins nýttu sér skjádómgæslu og sendu hana af velli. Í kjölfarið færðist hiti í leikinn og baráttuandinn jókst hjá gestunum. Þær þéttu vörnina og komu í veg fyrir að Haukar skoruðu mark í tæpar tíu mínútur. Það gerði þeim kleift að jafna leikinn í 20-20 þegar fimm mínútur voru eftir. ÍR-ingum var þó fyrirmunað að komast yfir á lokamínútunum og skutu meðal annars þrisvar í röð í stöngina. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir braut loks ísinn eftir langa markaþurrð Hauka með tveimur mörkum í röð og að endingu tryggðu Haukar sér eins marks sigur, 23-22. Atvik leiksins Það gekk lítið upp hjá Haukum sóknarlega um miðbik seinni hálfleiks en eftir tíu mínútna markaþurrð fiskaði Jóhanna Margrét víti sem hún skoraði sjálf úr. Það kom Haukum á bragðið að nýju og að lokum innsigluðu þær eins marks sigur. Stjörnur og skúrkar Sara Dögg Hjaltadóttir var allt í öllu í sóknarleik ÍR og á endanum mættu varnarmenn Hauka henni strax á miðjum vellinum. Hún skoraði níu mörk í kvöld og fiskaði tvö vítaköst. Matthildur Lilja Jónsdóttir var einnig öflug á báðum endum vallarins. Rakel Oddný Guðmundsdóttir var atkvæðamest hjá Haukum og nýtti færin sín vel úr vinstra horninu og úr hraðaupphlaupum, með sjö mörk úr átta tilraunum. Sara Sif Helgadóttir stóð vaktina vel í marki Hauka, sérstaklega úr hornafærum. ÍR-ingar voru aðeins með 25% nýtingu úr hornunum í kvöld, þrjú mörk úr tólf skotum, og brást bogalistin á mikilvægum tímapunkti í leiknum. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson mynduðu dómaratvíeykið í kvöld og voru með fremur harða línu sem skilaði sér í fjölmörgum vítaköstum og tveggja mínútna brottvísunum. Þeir nýttu skjádómgæslu þegar þeir vísuðu Vöku Líf Kristinsdóttur af velli með rautt spjald og að mati ÍR-inga var það ansi harður dómur. Línan var þó hörð báðum megin og hallaði á hvorugt liðið. Stemning og umgjörð Það var rólegt framan af en hitnaði í kolunum þegar leið á leikinn í Kuehne+Nagel-höllinni og stemningin og spennan jókst jafnt og þétt. Viðtöl Grétar Áki: „Mér finnst þetta ekki rautt“ Grétar Áki Andersen hrósaði liði sínu fyrir kröftugan varnarleik þrátt fyrir tapið.ÍR Grétar Áki Andersen, þjálfari ÍR, var ekki langt frá því að taka stig eða tvö af Haukum í dag en þarf að sætta sig við tap. Hann var til tals í leikslok og skýringin á tapinu var einföld. „Svekkjandi. Við töpum of mörgum boltum og klikkum á dauðafærum.“ Grétar var sáttur með varnarleikinn allan leikinn og að hafa haldið Haukum í 23 mörkum, en það dugði ekki til í kvöld. „Baráttan var til staðar í fyrri hálfleik og þær tapa boltanum sjö til átta sinnum því að við vorum að spilum góða vörn. Munurinn er bara að við vorum að tapa boltanum mun meira og vorum að fá hraðaupphlaup í bakið.“ „Í seinni hálfleik þá höldum við í okkar concept og bara breyttum aðeins. Þær áttu mjög erfitt með að slútta á okkur.“ Grétar var spurður út í rauða spjaldið sem Vaka Líf fékk um miðbik seinni hálfleiks og var ósammála dómurum leiksins. „Mér finnst þetta ekki rautt, mér finnst þetta rosalegt soft. Það er enginn kraftur í hreyfingunni hjá henni þar sem sóknarmaðurinn býr til kraftinn. Það er rosa erfitt fyrir mig að sjá þetta öðruvísi.“ Breiðhyltingar eru í harðri baráttu við Hauka um þriðja sætið og fóru dýrkeypt stig í súginn í kvöld. „Við viljum enda eins ofarlega við getum og þess vegna er gríðarlega svekkjandi að tapa í dag, annars hefðum við getað slitið okkur þremur stigum frá þeim,“ sagði Grétar að lokum.
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti