Íslenski boltinn

Berg­lind Björg ó­létt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er einn markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er einn markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. vísir/anton

Markadrottning síðasta tímabils í Bestu deild kvenna, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, er ólétt og á von á sínu öðru barni.

Berglind greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í kvöld. Hún birti mynd af spenntum syni sínum, Þorvaldi Atla, með sónarmynd.

Berglind varð Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki í fyrra og skoraði flest mörk allra í Bestu deildinni, eða 23.

Hin marksækna Berglind eignaðist Þorvald Atla í desember 2023. Hún lék með Val tímabilið 2024 en sneri aftur til Breiðabliks fyrir síðasta tímabil.

Berglind, sem er nýorðin 34 ára, hefur leikið sjötíu landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað tólf mörk.

Breiðablik samdi á dögunum við Bryndísi Örnu Níelsdóttur en henni er væntanlega ætlað að fylla skarð Berglindar í framlínu meistaranna.

Bryndís kemur til Breiðabliks frá Växjö í Svíþjóð þar sem hún lék um tveggja ára skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×