Körfubolti

Pargo snýr aftur og klárar tíma­bilið með Grinda­vík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeremy Pargo brýst í gegnum vörn Stjörnunnar á síðasta tímabili.
Jeremy Pargo brýst í gegnum vörn Stjörnunnar á síðasta tímabili. Vísir/Guðmundur

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur opinberaði það í kvöld að eftirmaður Khalil Shabazz hjá karlaliði félagsins verður Jeremy Pargo.

Shabazz var látinn fara eftir sigurleikinn á móti Val í gærkvöldi en hann skilur við Grindavíkurliðið í efsta sæti Bónusdeildarinnar.

Þetta er annað árið í röð sem Pargo gengur til liðs við Grindvíkinga á miðju tímabili því hann kláraði einnig tímabilið með Grindavík í fyrra.

„Hann er leikstjórnandi af guðs náð sem kemur með mikla reynslu, ró og staðfestu inn í sóknarleik liðsins og við bindum miklar vonir við að hér sé komið síðasta púslið sem okkur hefur vantað fyrir lokasprettinn,“ segir í fréttatilkynningu Grindvíkinga.

Á síðasta tímabili var Pargo með 25,7 stig og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hann með 16,4 stig og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Pargo hefur gríðarlega reynslu og spilaði meðal annars í NBA-deildinni á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×