Fleiri fréttir

OPEC vill hækka verð á olíu

Olíumálaráðherra Saudi-Arabíu sagði í dag að réttlátt verð á olíu sé 75 dollarar fyrir fatið. Verðið í dag er um 54 dollarar.

Green græðir milljón pund á Moss

Milljarðamæringurinn Sir Phillip Green græddi rétt um milljón pund eða um 200 milljónir íslenskra króna á því að selja 28 prósenta hlut sinn í Moss Bros aðeins tæpum þremur vikum eftir að hann keypti hlutinn af Baugi.

Raungengi krónunnar fær ekki staðist til lengdar

Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Seðlabankanum: „Gengi krónunnar lækkaði skarpt í aðdraganda og kjölfar fjármálakreppunnar í október. Raungengi hennar er nú mun lægra en það hefur áður mælst og fær staðist til lengdar.

Óttaðist að Kaupþing ynni skemmdarverk á Storebrandsölunni

Skilanefnd Kaupþings á Íslandi og skiptastjóri Kaupþings í Noregi eru komin í hár saman vegna sölunnar á 5,5% hlut Kaupþings í Storebrand. Samkvæmt frétt á vefsíðunni E24.no óttast skiptastjórinn að skilanefndin vinni skemmdarverk á sölunni.

Landic semur við borgaryfirvöld í Árósum um Lighthouse

Landic Property átti fund með borgaryfirvöldum í Árósum í morgun um Lighthouse verkefnið á hafnarsvæði borgarinnar. Páll Benediktsson fjölmiðlafulltrúi Landic segir að fundurinn hafi verið mjög jákvæður og von sé á fréttatilkynningu frá borgarstjórn um málið síðar í dag.

Áliðnaðurinn orðin stærsta einstaka útflutningsgreinin

Áliðnaðurinn hefur nú fest sig í sessi sem stærsta einstaka útflutningsgrein Íslendinga, mælt í útflutningstekjum, en tekjur af álútflutningi hafa verið meiri en tekjur af sjávarútvegi samfleytt síðan í maí.

Seðlabankinn afnemur hömlur á útflæði gjaldeyris

Tilmæli Seðlabanka Íslands frá því snemma í október um tímbundna temprun á útflæði gjaldeyris eru afturkölluð. Þau voru kynnt til sögunnar eftir að þrír bankar komust í þrot og mikla markaðsröskun sem því fylgdi.

Iceland hefur áhuga á hluta af verslunum Woolworths

Kapphlaup er nú í gangi um að selja rúmlega 800 verslanir Woolworths keðjunnar í Bretlandi þar sem stór húsaleigureikningur er framundan fyrir jólin. Þetta kemur fram í Financial Times. Meðal áhugasamra kaupenda er lágvöruverslanakeðjan Iceland sem er að hluta til í eigu Baugs.

Ekkert verður af sölunni á Storebrand

Viðskipti með hlutabréf í Storebrand eru komin í gang aftur á markaðinum í Osló. Hinsvegar verður ekkert af sölunni á 5,5% hlut Kaupþings í Storebrand eins og til stóð.

Tilboð í JJB Sports sagt vera í burðarliðnum

JD Sports Fashion hefur gefið í skyn að tilboð í JJB Sports sé í burðarliðnum. Exista á stóran hlut í JJB Sports en verð á hlutabréfum í félaginu hafa hrapað frá því á síðasta ári er hluturinn var keyptur.

Viðskipti með Storebrand stöðvuð, beðið eftir tilkynningu

Viðskipti með hlutabréf í Storebrand hafa verið stöðvuð í kauphöllinni í Osló meðan beðið er tilkyningar frá félaginu. Skilanefnd Kaupþings í Noregi ákvað að setja 5,5% hlut Kaupþings í Storebrand í sölu í gær og átti sölunni að vera lokið fyrir opnun markaðarsins í morgun.

Spá samdrætti næstu tvö ár í Danmörku

Efnahagsráð Danmerkur býst við samdrætti í dönsku efnahagslífi bæði á næsta ári og árið 2010. Ráðið kynnti í dag mat sitt á horfum í dönskum efnahag og þar kom fram að um sögulegt bakslag verði að ræða í landinu.

Golfklúbbi Peter Schmeichel bjargað úr gjaldþroti

Golfklúbbi markmannsins fyrrverandi Peter Schmeichel verður að öllum líkindum bjargað úr gjaldþroti og fyrri eigendum leyft að stofna nýtt hlutafélag um hann. Klúbburinn sem heitir Ledraborg Palace Golf var að mestu í eigu nokkurra danskra auðmanna auk Schmeichel.

Landic hefur 3 daga til að borga Árósum 9 milljarða kr.

Landic Property hefur frest fram á mánudag til að borga lóð á hafnarsvæðinu í Árósum. Verðið á lóðinni er 417 milljónir danskra kr. eða um 9 milljarðar kr.. Landic hefur ítrekað áður beðið um frest á greiðslunni en nú hafa borgaryfirvöld í Árósum gefist upp á að bíða lengur.

Segir ummæli formanns SVÞ vera sérlega meiðandi

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í bréfi til Hrundar Rudolfsdóttur, formanns Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), sem sent var fyrir stuttu að fullyrðingar hennar um að LÍÚ hafi reynt að hindra lýðræðislega umræðu innan Samtaka atvinnulífsins séu „sérlega meiðandi."

Segir að Landsbankinn hafi svikið og blekkt ellilífeyrisþega

Hátt í 600 breskir ellilífeyrisþegar eru í mikilli hættu á að missa eignir sínar á Spáni vegna þátttöku í sérstöku fjárfestingarverkefni á vegum Landsbankans í Lúxemburg. Þessi hópur hefur ráðið sér lögfræðing sem segir að Landsbankinn hafi svikið og blekkt ellilífeyrisþegana.

Saks styrkir yfirtökuvarnir eftir að Slim eykur hlut sinn í 18%

Verslunarkeðjan Saks í Bandaríkjunum er nú að styrkja yfirtökuvarnir sínar eftir að mexíkanski auðmaðurinn Carlos Slim Helu jók hlut sinn í Saks upp í tæp 18%. Talið er að hann hyggist kaupa Saks en Baugur, sem á 8%, hafði hug á því sama fyrr í ár.

Hækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni.

Nær aldargömul saga Woolworths er á enda

Verslunarkeðjan Woolworths óskaði eftir greiðslustöðvun í nótt og þar með er 99 ára gömul saga þessarar þekktu verslunar á enda. 30.000 störf eru í uppnámi en eitthvað virðist til staðar af áhugasömum kaupendum á hluta af rekstrinum.

Netverslun minnkar

Samdráttur varð í fyrsta sinn í netverslun í Bandaríkjunum í byrjun nóvember, eftir stöðugan vöxt undanfarin ár. Hann hefur að jafnaði verið 15 prósent á ári.

Woolworths sagt á leið í greiðslustöðvun

Hin fornfræga breska verslunarkeðja Woolworths mun fara í greiðslustöðvun í kvöld. Þetta fullyrðir Robert Peston, viðskiptariststjóri BBC. Baugur á um tíu prósenta hlut í keðjunni en Woolworths rekur 815 verslanir víðsvegar um Bretland. Peston segir að stjórn félagsins fundi nú um framtíð þess en talsmenn þess hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Fjárfestar glaðir með efnahagsráðgjafa vestanhafs

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði.

Straumur stofnar endurreisnarsjóð með 7 milljarða kr. framlagi

Straumur ætlar að stofna endurreisnarsjóð á Íslandi með framlagi upp á 40 milljónir evra eða rúmlega 7 milljarða kr.. Verkefnið ber nafnið Fönix og segir William Fall forstjóri Straums að mikill áhugi sé meðal erlendra fjárfesta á þessum sjóð.

Verðstríð í fullum gangi meðal verslanakeðja í Bretlandi

Verslanakeðjur og stórmarkaðir eru nú komnir í illvígt verðstríð í Bretlandi. Í sumum fjölmiðlum er talað um að blóðbað sé í gangi í dýrari enda markaðarins. Tesco, House of Fraiser, Marks & Spencer og Debenhams eru meðal þeirra sem bjóða nú viðskiptavinum mikla afslætti af vörum sínum.

Björgunarpakki upp á 36.000 milljarða kr. hjá ESB

Björgunarpakki fyrir efnahagslíf Evrópusambandsins (ESB) upp á 36.000 milljarða kr., eða 200 milljarða evra er nú í burðarliðnum hjá Framkvæmdanefnd sambandsins. Reuters greinir frá þessu og segir að Jose Manuel Barroso forstjóri nefndarinnar muni greina frá þessu fljótlega.

Kreppan dregur úr hagnaði French Connection

Verslunarkeðjan French Connection hefur sent frá sér afkomuviðvörun og segir að samdráttur í neyslu almennings muni draga úr hagnaði. Baugur er einn af eigendum keðjunnar gegnum félagið Unity.

Viðskipti stöðvuð með hlutabréf Woolworths í morgun

Viðskipti með hlutabréf í Woolworths voru stöðvuð í morgun í kauphöllinni í London en ákafar samningaviðræður eru nú í gangi um að selja hluta af verslunarkeðjunni eða hana í heild sinni. Baugur á rúmlega 10% í Woolworths.

Lækkun í Asíu vegna óeirða í Taílandi

Hlutabréf féllu í verði í Asíu í morgun í kjölfar frétta um lækkað lánshæfismat Toyota-verksmiðjanna og mótmæli og óeirðir stjórnarandstæðinga í Taílandi.

Teva tekur Barr

Hluthafar í bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Barr Pharma­ceuticals samþykktu um helgina yfirtökutilboð írsaelska lyfjafyrirtækisins Teva.

Engin jólaljós á D'Angleterre hótelinu í ár

Ákveðið hefur verið að engin jólaljós verði á hótel D'Angleterre í Kaupmannahöfn í ár en viðamikil jólaljósaskreyting hefur sett svip sinn á hótelið yfir hátíðarnar undanfarin 14 ár.

Greining Glitnis dregur aðeins úr verðbólguspá sinni

Eftir endurskoðun á verðbólguspá sinni fyrir nóvember telur greining Glitnis að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 2,1% í mánuðinum, en upphaflega spáin hljóðaði upp á 2,3% hækkun VNV. Verðbólga undanfarinna 12 mánaða mun samkvæmt þessu mælast 17,5%.

BHP hættir við yfirtöku sína á Rio Tinto

BHP, stærsta námufélag heimsins, er hætt við yfirtöku sína á Rio Tinto móðurfélagi álversins í Straumsvík. BHP ætlaði að verja 66 milljörðum dollara til yfirtökunnar.

Sjá næstu 50 fréttir