Viðskipti erlent

AGS lánaði meir í nóvember en síðustu fimm árin

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur veitt meir af lánum í nóvember en á síðustu fimm árum. Nema lán AGS í nóvember tæplega 42 milljörðum dollara eða um 5.500 milljörðum kr..

Aldrei áður í sögu AGS hefur verið jafmikið að gera hjá sjóðnum og í nóvember. Fyrir utan Ísland hefur sjóðurinn veitt lán til Úkraníu, Ungverjalands og Pakistan. Og í biðröðinni eftir lánum eru nú Tyrkland, Serbía, Hvítrússland og Litháen. Þar með er Austur-Evrópa í heild sinni að komast undir skjól AGS svipað og Suðaustur-Asía gerði fyrir áratug síðan.

Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir Simon Johanson fyrrum aðalhagfræðingur AGS að það sem sé hreint ótrúlegt við þróunina nú er að fyrir aðeins sex mánuðum töldu aðalhluthafar sjóðsins, G-7 þjóðirnar, að AGS væri á leið út úr lánastarfsemi sinni.

Fyrir þetta haust náði aðstoð AGS til þjóða heimsins hámarki árið 2002 eða 26,6 milljarða dollara í framhaldi af því að netbólan svokallaða sprakk með víðtækum afleiðingum fyrir efnahagskerfi margra þjóða.

Stærsta einstaka björgunaraðgerð sjóðsins var í september þetta ár er Brasilía fékk rúmlega 30 milljarða dollara neyðarlán.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×