Viðskipti erlent

Þýskir bankar funda með yfirvöldum um endurgreiðslu skulda bankanna

Þýskir bankar ætla að mynda bandalag um að reyna að ná aftur því fé sem þeir eiga inni hjá íslensku bönkunum.

Hópurinn myndi endurskipuleggja lán sín til íslensku bankanna þriggja, fella niður einhverjar skuldir og lengja í öðrum samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel.

Í grein blaðsins, sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum en kemur út á mánudag segir einnig að fulltrúar bankanna hafi þegar fundað með íslenskum ráðamönnum um málið.

Þýskir bankar voru stærstu lánadrottnar þeirra íslensku, sem skulduðu þeim 21 milljarð dollara fyrir hrun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×