Viðskipti erlent

Golfklúbbi Peter Schmeichel bjargað úr gjaldþroti

Golfklúbbi markmannsins fyrrverandi Peter Schmeichel verður að öllum líkindum bjargað úr gjaldþroti og fyrri eigendum leyft að stofna nýtt hlutafélag um hann. Klúbburinn sem heitir Ledreborg Palace Golf var að mestu í eigu nokkurra danskra auðmanna auk Schmeichel.

Í frétt um málið í Jyllands-Posten er greint frá því að meðal aðaleigenda klúbbsins eru herragarðshjónin Silvia og John Munro en klúbburinn er staðsettur á jörð þeirra Ledreborg skammt frá Hróarskeldu.

Björgunin verður með því að lán upp á 52 milljónir danskra kr. verður afskrifað hjá Roskilde Bank enda hafði bankinn engin veð fyrir láninu og er það því hvort eð er glatað fé.

Hinsvegar munu rúmlega 600 manns sem áttu b-hlutabréf í klúbbnum tapa öllu sínu fé á gjaldþrotinu en nafnverð á þessum hlutum var samtals 35 milljónir danskra kr..

Í sárabót er í bígerð að útvega þessu fólki ný b-hlutabréf svo það geti haldið áfram að stunda golf í klúbbnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×