Viðskipti erlent

Landic hefur 3 daga til að borga Árósum 9 milljarða kr.

Landic Property hefur frest fram á mánudag til að borga lóð á hafnarsvæðinu í Árósum. Verðið á lóðinni er 417 milljónir danskra kr. eða um 9 milljarðar kr.. Landic hefur ítrekað áður beðið um frest á greiðslunni en nú hafa borgaryfirvöld í Árósum gefist upp á að bíða lengur.

Börsen skrifar um málið í dag og þar segir að með þessu séu áform Landic um að byggja hæsta háhýsi Danmerkur nær örugglega fyrir bí. Verkið bar nafnið Lighthouse og átti háhýsið að vera 142 metrar á hæð. Í kringum það var svo skiplögð íbúðabyggð og verslanir.

Þótt háhýsið heyri sögunni til að sögn Börsen hefur afgangnum af verkinu verið bjargað með tilkomu stórrar hótelkeðju að því. Börsen segir að líklega sé þar um Cornwell að ræða.

Fari svo að Landic borgi ekki lóðina á mánudag munu borgaryfirvöld taka svæðið til sín aftur og skipuleggja það að nýju.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×