Viðskipti erlent

OPEC vill hækka verð á olíu

Óli Tynes skrifar

Olíumálaráðherra Saudi-Arabíu sagði í dag að réttlátt verð á olíu sé 75 dollarar fyrir fatið. Verðið í dag er um 54 dollarar.

Olía hefur hríðlækkað í verði undanfarnar vikur eftir að hafa farið upp í 147 dollara í júlí.

Þetta 75 dollara viðmið Saudi-Araba er nokkur léttir fyrir neysluríkin sem höfðu óttast að OPEC ríkin vildu koma olíunni upp í 100 dollara fyrir fatið.

Olíumálaráðherrann nefndi þó ekki hvort OPEC ríkin hyggist draga stórlega úr framleiðslu sinni til þess að ná fyrrnefndu verði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×