Viðskipti erlent

Misvísandi upplýsingar um áhættu KfW bankans á Íslandi

KfW bankinn þýski hefur borið til baka fregnir um að áhætta hans vegna bankahrunsins á Íslandi nemi 800 milljónum evra eða um 140 milljörðum kr..

DPA-AFX fréttaveitan greindi frá því að áhætta KfW væri 800 milljónir evra en bankinn segist standa við fyrri tilkynningar um að áhættan sé mun minni eða 288 milljónir evra.

Eins og kunnugt er af fréttum hefur KfW verið einn umfangsmesti aðilinn á krónubréfamarkaðinum á Íslandi undanfarin tvö ár. Hann tilkynnti síðast um krónubréfaútgáfu upp á 2 milljarða kr. í september s.l..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×