Viðskipti erlent

Woolworths sagt á leið í greiðslustöðvun

Hin fornfræga breska verslunarkeðja Woolworths mun fara í greiðslustöðvun í kvöld. Þetta fullyrðir Robert Peston, viðskiptariststjóri BBC. Baugur á um tíu prósenta hlut í keðjunni en Woolworths rekur 815 verslanir víðsvegar um Bretland. Peston segir að stjórn félagsins fundi nú um framtíð þess en talsmenn þess hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Tugþúsundir vinna hjá Woolvorths og eru störf þeirra í hættu fari svo að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Hlutabréf í félaginu hafa hríðfallið á síðustu misserum og fullyrðir Peston að félagið sé svo illa statt fjárhagslega að ríkisstjórn Bretlands hafi þegar tekið ákvörðun að koma því ekki til hjálpar.

Fyrr í dag var lokað fyrir sölu með hlutabréf í Woolworths.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×