Viðskipti erlent

Fjáfrmálakreppan kemur við kaunin á Tiger Woods

Fjármálakreppan kemur nú við kaunin á Tiger Woods, þekktasta kylfingi í heimi. Bílarisinn á brauðfótunum, General Motors, hefur ekki lengur efni á að kosta kappann.

Þar með lýkur níu ára samstarfi Tiger Woods og General Motors en á þeim tíma hefur Woods auglýst Buick bílalínuna.

Larry Peck sem sér um íþróttakostunina hjá Buick segir að þeir hafi átt frábært samstarf við Woods og það sé mjög leitt að þurfa að hætta því núna. "En það veitir honum meiri frítíma og sparar okkur mikið af fé,"segir Peck.

Talið er að samingur Woods við Buick hafi gefið honum um 7 milljónir dollara eða um milljarð kr. á ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×