Viðskipti erlent

Straumur stofnar endurreisnarsjóð með 7 milljarða kr. framlagi

Straumur ætlar að stofna endurreisnarsjóð á Íslandi með framlagi upp á 40 milljónir evra eða rúmlega 7 milljarða kr. Verkefnið ber nafnið Fönix og segir William Fall forstjóri Straums að mikill áhugi sé meðal erlendra fjárfesta á þessum sjóð.

Bloomberg-fréttaveitan fjallar um málið og vitnar til blaðamannafundar sem Straumur hélt í morgun í tengslum við kynningu á upgjöri sínu fyrir þriðja ársfjórðung.

Fram kemur í máli Fall að sjóðurinn muni hafa sjálfstæða stjórn, verða staðsettur á Íslandi og eigi að einbeita sér að fjárfestingum í ferðamennsku, matvælum, orkugeiranum og tryggingum auk annars.

Fall segir að áhugi erlendra og innlendra fjárfesta sé töluverður og hann reiknar með að þeir gætu sett allt að 500 milljónir evra eða allt að 90 milljarða kr. í sjóðinn.

"Við höfum verið í sambandi við fjárfesta bæði á Íslandi og erlendis sem sjá tækifærin í enduruppbyggingu Íslands," segir Fall. "Sumir þeirra eru tilbúnir að leggja mikið fé í sjóðinn."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×