Viðskipti erlent

Engin jólaljós á D'Angleterre hótelinu í ár

Ákveðið hefur verið að engin jólaljós verði á hótel D'Angleterre í Kaupmannahöfn í ár en viðamikil jólaljósaskreyting hefur sett svip sinn á hótelið yfir hátíðarnar undanfarin 14 ár.

Ástæðan fyrir þessu er sparnaður en jólaljósin hafa kostað milljónir danskra kr. fyrir eigendur hótelsins á hverju ári. Núverandi eigendur eru íslenskir eins og fram hefur komið í gegnum félagið Nordic Partners.

Dorthe Fryd Ekelin markaðsstjóri D'Angleterre segir í samtali við Jyllands-Posten að fyrrum hafi jólaljósaskreytingin verið persónuleg gjöf eigenda hótelsins til Kaupmannahafnarbúa. Hótelið var áður í eigu Remmen fjölskyldunnar en var selt Íslendingum í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×