Viðskipti erlent

Sænskt fjallaþorp með blómstrandi áfengissölu er til sölu

Sænska fjallaþorpið Storlien er til sölu fyrir rétt verð. Með í kaupunum er háfjallahótel, skíðabrekkur, 2.900 hektarar af skóglendi og blómstrandi áfengissala þar sem kúnnarnir eru að mestu Norðmenn.

Storlien liggur nefnilega þétt við landamærin að Noregi í miðhluta Svíþjóðar. Maður að nafni Lars Nilson keypti hótelið fyrir áratug síðan og fylgdu flest hús í þorpinu með í kaupunum auk fyrrgreinds landssvæðis.

Samkvæmt blaðinu Östersunds-posten er ásett verð á þorpinu með öllu tilheyrandi 310 milljónir norskra kr. eða rúmlega 6 milljarðar kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×