Viðskipti erlent

Viðskipti með Storebrand stöðvuð, beðið eftir tilkynningu

Viðskipti með hlutabréf í Storebrand hafa verið stöðvuð í kauphöllinni í Osló meðan beðið er tilkynningar frá félaginu. Skilanefnd Kaupþings í Noregi ákvað að setja 5,5% hlut Kaupþings í Storebrand í sölu í gær og átti sölunni að vera lokið fyrir opnun markaðarsins í morgun.

Salan á hlutnum hófst klukkan 17.30 að staðartíma og átti að vera lokið kl. 8.30 í morgun. Verðið á hlutnum í Storebrand stóð í 11,46 krónum norskum við lokun markaðarins í gærdag.

Féið sem aflast með sölunni fer upp í kröfur á hendur Kaupþingi í Noregi þar á meðal frá Tryggingarsjóði innistæðueigenda í landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×