Viðskipti erlent

Indverska kauphöllin opin á ný - bréf lækka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Indverska kauphöllin opnaði á ný í morgun eftir hörmungarnar í Mumbai í fyrradag og höfðu hlutabréf þar lækkað lítillega, eða um innan við eitt prósentustig.

Hlutabréf annars staðar á Asíumörkuðum hækkuðu hinsvegar í viðskiptum dagsins þótt hvergi væri þar um miklar hækkanir að ræða. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um eitt prósentustig og í Kóreu nam hækkunin tveimur prósentustigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×