Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Árni Sæberg skrifar 4. október 2025 08:02 Kjartan og Óskar stofnuðu Omnom árið 2013. Vísir/Vilhelm Vörumerki súkkulaðigerðarinnar Omnom eru komin í eigu Helga Más Gíslasonar, barnabarns Helga Vilhjálmssonar í Góu. Góa hefur þegar tekið yfir framleiðslu súkkulaðsins. Omnom hf. er gjaldþrota og Helgi Már hefur stofnað félagið Omnom ehf. Kröfuhafar sem Vísir hefur rætt við óttast að fá ekkert upp í milljónakröfur í þrotabúið. Skiptastjóri segir mikið verk að gera upp búið. Í lok febrúar tilkynntu Góa og Omnom að hið fyrrnefnda hefði keypt allan tækjabúnað Omnom og myndi hefja framleiðslu súkkulaðis undir merkjum þess. „Við erum mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Með þessu náðum við að halda framleiðslunni áfram á Íslandi og það frábæra fólk sem hefur unnið í framleiðslunni með okkur mun geta gert það áfram. Tækifærin verða stærri og við lítum björtum augum til framtíðarinnar,“ var haft eftir Óskari Þórðarssyni, einum stofnenda Omnom. Í tilkynningunni var ekkert tekið fram um hvernig eignarhaldi á Omnom og vörumerkjum þess yrði háttað. Vísir reyndi í margar vikur að ná tali af Óskari eftir viðskiptin en án árangurs. Nú sjö mánuðum síðar segist Óskar ekkert geta gefið upp um viðskiptin í samtali við Vísi og vísar á talsmann Góu. Talsmaður Góu er almannatengillinn Valgeir Magnússon hjá Pipar/TBWA, betur þekktur sem Valli sport. Hann segir í svari við fyrirspurn Vísis að Góa hafi keypt allt sem við kom rekstri Omnom, lager og tæki ásamt því að bjóða meirihluta starfsmanna vinnu. Omnom sé ekki lengur félag heldur eitt af vörumerkjum Góu eins og Linda og Appolo, til dæmis. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Helga Má Gíslasyni. Valli sport segist alfarið sjá um að svara fyrir Góu og Omnom sem sé nú einfaldlega eitt vörumerkja Góu.Vísir/Vilhelm Omnom varð HR101 og svo gjaldþrota Omnom var stofnað árið 2013 af þeim Óskari Þórðarsyni og Kjartani Gíslasyni. Fyrirtækið var í eigu hlutafélagsins Omnom hf., sem er samkvæmt fyrirtækjaskrá í 42 prósenta eigu Óskars, 16 prósenta eigu Kjartans og 42 prósenta eigu erlenda sjóðsins Impact Partners Capital XI. Samkvæmt gögnum úr fyrirtækjaskrá var nafni Omnom hf. breytt í HR101 hf. með breytingum á samþykktum félagsins þann 5. mars síðastliðinn, örfáum dögum eftir að tilkynnt var um yfirtöku Góu á framleiðslunni. Rúmum mánuði síðar, þann 16. apríl, var HR101 hf. úrskurðað gjaldþrota. AB 983 varð Súkkulaði og loks Omnom Í ágúst í fyrra var félagið AB 983 ehf. stofnað en stjórnarmenn þess og prókúruhafar voru tveir lögfræðingar. Á hlutahafafundi þann 26. febrúar síðastliðinn, tveimur dögum fyrir yfirtöku Góu, var stjórn félagsins breytt og Helgi Már tók við sem eini stjórnarmaður og prókúruhafi félagsins. Félagið er í fullri eigu Blátannar ehf. en Helgi Már er eini hluthafi þess félags. Þá var nafni félagsins breytt á sama hluthafafundi úr AB 983 ehf. í Súkkulaði ehf. Þá bókaði Blátönn ehf. í gerðarbók Súkkulaðis ehf. þann 25. mars að ákveðið hefði verið að breyta heiti félagsins í Omnom ehf. Við sama tilefni var lögheimili félagsins fært frá einbýlishúsi í Hafnarfirði til Hólmaslóðar 4 í Reykjavík, þar sem höfuðstöðvar Omnom hafa verið í nokkur ár. Hér er lögheimili Omnom ehf.Vísir/Já.is Þá vekur athygli að á vef Hugverkastofu má sjá að félagið AB 983 ehf. er skráð fyrir nokkrum fjölda vörumerkja sem tengd eru Omnom. Það eru orðmerkin OMNOM, OMNOM KRUNCH og MONMO og orð- og myndmerkin Omnom CHOCOLATE REYKJAVIK og omnom HAND CRAFTED CHOCOLATE reykjavík. Hér má sjá orð- og myndmerkin tvö.Hugverkastofa/Vísir Að sögn Valgeirs kemur félagið Omnom ehf. ekkert að framleiðslu súkkulaðis heldur hafi það verið stofnað utan um rekstur ísbúðar Omnom á Hólmaslóð. Góa standi ekki í rekstri verslana og því sé rekstur ísbúðarinnar í höndum Helga Más. Umfangsmikil skipti Sem áður segir hefur Vísir rætt við kröfuhafa í bú Omnom hf., sem hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fá kröfur sínar ekki greiddar úr búinu. Kröfur sem hlaupa á milljónum króna. Samkvæmt síðasta ársreikningi sem Omnom hf. skilaði voru heildareignir félagsins 335 milljónir króna í lok árs 2023. Eigið fé nam þá 92 milljónum króna en skuldir 243 milljónum. Helstu eignir félagsins voru fólgnar í tækjabúnaði sem Góa keypti af Omnom án þess að fyrir liggi hvað greitt var fyrir tækin. Þegar HR101 hf., áður Omnom hf., var úrskurðað gjaldþrota í apríl var Anna María Gísladóttir lögmaður skipuð skiptastjóri þrotabúsins. Hún segir í samtali við Vísi að ekki sé tímabært að segja nokkuð um skipti búsins annað en það að vinna við þau sé í fullum gangi. Skiptin séu mjög umfangsmikil og fara þurfi yfir gríðarlegt magn af gögnum vegna þeirra. Kaup og sala fyrirtækja Sælgæti Gjaldþrot Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira
Í lok febrúar tilkynntu Góa og Omnom að hið fyrrnefnda hefði keypt allan tækjabúnað Omnom og myndi hefja framleiðslu súkkulaðis undir merkjum þess. „Við erum mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Með þessu náðum við að halda framleiðslunni áfram á Íslandi og það frábæra fólk sem hefur unnið í framleiðslunni með okkur mun geta gert það áfram. Tækifærin verða stærri og við lítum björtum augum til framtíðarinnar,“ var haft eftir Óskari Þórðarssyni, einum stofnenda Omnom. Í tilkynningunni var ekkert tekið fram um hvernig eignarhaldi á Omnom og vörumerkjum þess yrði háttað. Vísir reyndi í margar vikur að ná tali af Óskari eftir viðskiptin en án árangurs. Nú sjö mánuðum síðar segist Óskar ekkert geta gefið upp um viðskiptin í samtali við Vísi og vísar á talsmann Góu. Talsmaður Góu er almannatengillinn Valgeir Magnússon hjá Pipar/TBWA, betur þekktur sem Valli sport. Hann segir í svari við fyrirspurn Vísis að Góa hafi keypt allt sem við kom rekstri Omnom, lager og tæki ásamt því að bjóða meirihluta starfsmanna vinnu. Omnom sé ekki lengur félag heldur eitt af vörumerkjum Góu eins og Linda og Appolo, til dæmis. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Helga Má Gíslasyni. Valli sport segist alfarið sjá um að svara fyrir Góu og Omnom sem sé nú einfaldlega eitt vörumerkja Góu.Vísir/Vilhelm Omnom varð HR101 og svo gjaldþrota Omnom var stofnað árið 2013 af þeim Óskari Þórðarsyni og Kjartani Gíslasyni. Fyrirtækið var í eigu hlutafélagsins Omnom hf., sem er samkvæmt fyrirtækjaskrá í 42 prósenta eigu Óskars, 16 prósenta eigu Kjartans og 42 prósenta eigu erlenda sjóðsins Impact Partners Capital XI. Samkvæmt gögnum úr fyrirtækjaskrá var nafni Omnom hf. breytt í HR101 hf. með breytingum á samþykktum félagsins þann 5. mars síðastliðinn, örfáum dögum eftir að tilkynnt var um yfirtöku Góu á framleiðslunni. Rúmum mánuði síðar, þann 16. apríl, var HR101 hf. úrskurðað gjaldþrota. AB 983 varð Súkkulaði og loks Omnom Í ágúst í fyrra var félagið AB 983 ehf. stofnað en stjórnarmenn þess og prókúruhafar voru tveir lögfræðingar. Á hlutahafafundi þann 26. febrúar síðastliðinn, tveimur dögum fyrir yfirtöku Góu, var stjórn félagsins breytt og Helgi Már tók við sem eini stjórnarmaður og prókúruhafi félagsins. Félagið er í fullri eigu Blátannar ehf. en Helgi Már er eini hluthafi þess félags. Þá var nafni félagsins breytt á sama hluthafafundi úr AB 983 ehf. í Súkkulaði ehf. Þá bókaði Blátönn ehf. í gerðarbók Súkkulaðis ehf. þann 25. mars að ákveðið hefði verið að breyta heiti félagsins í Omnom ehf. Við sama tilefni var lögheimili félagsins fært frá einbýlishúsi í Hafnarfirði til Hólmaslóðar 4 í Reykjavík, þar sem höfuðstöðvar Omnom hafa verið í nokkur ár. Hér er lögheimili Omnom ehf.Vísir/Já.is Þá vekur athygli að á vef Hugverkastofu má sjá að félagið AB 983 ehf. er skráð fyrir nokkrum fjölda vörumerkja sem tengd eru Omnom. Það eru orðmerkin OMNOM, OMNOM KRUNCH og MONMO og orð- og myndmerkin Omnom CHOCOLATE REYKJAVIK og omnom HAND CRAFTED CHOCOLATE reykjavík. Hér má sjá orð- og myndmerkin tvö.Hugverkastofa/Vísir Að sögn Valgeirs kemur félagið Omnom ehf. ekkert að framleiðslu súkkulaðis heldur hafi það verið stofnað utan um rekstur ísbúðar Omnom á Hólmaslóð. Góa standi ekki í rekstri verslana og því sé rekstur ísbúðarinnar í höndum Helga Más. Umfangsmikil skipti Sem áður segir hefur Vísir rætt við kröfuhafa í bú Omnom hf., sem hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fá kröfur sínar ekki greiddar úr búinu. Kröfur sem hlaupa á milljónum króna. Samkvæmt síðasta ársreikningi sem Omnom hf. skilaði voru heildareignir félagsins 335 milljónir króna í lok árs 2023. Eigið fé nam þá 92 milljónum króna en skuldir 243 milljónum. Helstu eignir félagsins voru fólgnar í tækjabúnaði sem Góa keypti af Omnom án þess að fyrir liggi hvað greitt var fyrir tækin. Þegar HR101 hf., áður Omnom hf., var úrskurðað gjaldþrota í apríl var Anna María Gísladóttir lögmaður skipuð skiptastjóri þrotabúsins. Hún segir í samtali við Vísi að ekki sé tímabært að segja nokkuð um skipti búsins annað en það að vinna við þau sé í fullum gangi. Skiptin séu mjög umfangsmikil og fara þurfi yfir gríðarlegt magn af gögnum vegna þeirra.
Kaup og sala fyrirtækja Sælgæti Gjaldþrot Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira