Viðskipti erlent

Spá samdrætti næstu tvö ár í Danmörku

Efnahagsráð Danmerkur býst við samdrætti í dönsku efnahagslífi bæði á næsta ári og árið 2010. Ráðið kynnti í dag mat sitt á horfum í dönskum efnahag og þar kom fram að um sögulegt bakslag verði að ræða í landinu.

Þannig muni landsframleiðslan dragast saman á árunum 2009 og 2010 sem er svartsýnni spá en finna mátti hjá OECD á dögunum, en sú stofnun gerði ráð fyrir vexti í landsframleiðslu á árinu 2010.

Efnahagsráðið, sem skipað er fjórum óháðum hagfræðingum sem koma úr dönskum háskólum, segir fjármálakreppuna og lækkandi fasteignaverð í Danmörku hafa áhrif á næstu árum. Neysla muni dragast saman og atvinnuleysi aukast fram til ársins 2011 og þá muni halli einnig verða á rekstri ríkissjóðs eftir mikinn afgang í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×