Viðskipti erlent

Lækkun í Asíu vegna óeirða í Taílandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf féllu í verði í Asíu í morgun í kjölfar frétta um lækkað lánshæfismat Toyota-verksmiðjanna og mótmæli og óeirðir stjórnarandstæðinga í Taílandi.

Bréf taílenska flugfélagsins Thai Air International lækkuðu um 6,4 prósentustig eftir að mótmælendur lokuðu aðalflugvelli höfuðborgarinnar Bangkok í gær. Þá lækkuðu bréf fyrirtækisins Rio Tinto Group, sem meðal annars á álverið í Straumsvík, um heil 33 prósentustig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×