Viðskipti erlent

Nær aldargömul saga Woolworths er á enda

Verslunarkeðjan Woolworths óskaði eftir greiðslustöðvun í nótt og þar með er 99 ára gömul saga þessarar þekktu verslunar á enda. 30.000 störf eru í uppnámi en eitthvað virðist til staðar af áhugasömum kaupendum á hluta af rekstrinum.

Samningaviðræður um kaup Hilco á Woolworths sigldu í strand í nótt þrátt fyrir að LOrd Mandelson viðskiptaráðherra Bretlands hafi komið að málinu í tilraun til að bjarga störfum þeirra sem vinna hjá Woolworths.

Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Independant mun vera tryggt að starfsmenn Woolworths fái greidd laun fyrir nóvembermánuð.

Fyrir utan tilboð Hilco um kaup á Woolworths fyrir eitt pund ásamt yfirtöku á meirihluta af skuldum keðjunnar sem nema nú 385 milljónim punda vildi stærsti hluthafinn reyna að halda keðjunni gangandi með sölu á hluta af verslununum. Lánadrottnar samþykktu það ekki. Baugur er næststærsti hluthafinn í Woolworths með rúmlega 10%.

Fram kemur í Timesonline í morgun að nokkrir áhugasamir kaupendur að hluta af eignum Woolworths séu á hliðarlínunni. Og vitað er að BBC hefur áhuga á að kaupa 2entertain deildina sem selur DVD diska í stórmarkaði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×