Segir að Landsbankinn hafi svikið og blekkt ellilífeyrisþega 27. nóvember 2008 10:32 Hátt í 600 breskir ellilífeyrisþegar eru í mikilli hættu á að missa eignir sínar á Spáni vegna þátttöku í sérstöku fjárfestingarverkefni á vegum Landsbankans í Lúxemburg. Þessi hópur hefur ráðið sér lögfræðing sem segir að Landsbankinn hafi svikið og blekkt ellilífeyrisþegana. Fjallað er um málið á vefsíðunni Costablanca.is. Þar segir að þessi hópur hefur stofnað samtök sem bera heitið LVAG (Landsbanki Victims Action Group) og hafa þau ráðið til sín hina virtu Lögmannsstofu, Martinez-Echeverria Perez Ferrero, til að vinna að málum samtakanna. Á fundi samtakanna á Lester´s veitingastaðnum í Altea tjáði lögmaðurinn De La Cruz, fundargestum að fulltrúar Landsbankans hafi vísvitandi svikið og blekkt fólk til að taka þátt í þessu fjárfestingarverkefni með þessum hörmulegu afleiðingum. Verkefnið gekk út á það að fólkið veðsetti eignir sínar á Spáni og fékk 1/4 af láninu í peningum til sín en 3/4 fór í fjárfestingarasjóð á vegum Landsbankans og átti ávöxtun sjóðsins að standa undir afborgunum og vöxtum af viðkomandi láni. Hann segir einnig að eftir að hafa lesið yfir þá samninga sem bresku ellilífeyrisþegarnir gerðu við Landsbankann í Lúxemburg kemur í ljós að fólk hefur greinilega verið svikið og blekkt illilega. Sem dæmi nefnir hann að í samningnum komi fram að að viðkomandi þurfi ekki að greiða erfðaskatt en slíkar alhæfingar fást ekki staðist skv. spænskum skattalögum. Einnig nefnir hann að Landsbankinn hafi ekki haft starfsleyfi á Spáni og að þetta fjárfestingarverkefni bankans brjóti gegn spænskum lögum og reglum. De La Cruz segir að lögmannsstofa sín sé að undirbúa málssókn en í fyrstu mun hún á næstu dögum leggja fram formlega kröfu fyrir dómstóla í Madrid að hér hafi illilega verið brotin spænsk og evrópsk lög um neytendavernd og ætla að fá spænska dómstóla til að slá skjaldborg um þær eignir ellilífeyrisþeganna sem hafa verið veðsettar með þessum ólögmæta hætti. Ef það næst í gegn verður ekki unnt að bjóða upp eignir ellilífeyrisþeganna en innheimtu- og uppboðsferli er þegar hafið af hálfu þrotabús Landsbankans. Í beinu framhaldi verður málið sótt fram fyrir spænskum dómstólum með þeim rökum að ólögmæt þjónusta hafi verið seld á Spáni með blekkingum og svikum og sýnt verður fram á refsiverða háttsemi fulltrúa Landsbankans við söluferlið á þessu fjárfestingarverkefni. De La Cruz er mjög bjartsýnn á framhaldið og segist hafa mjög gott mál í höndunum og vonast eftir því að spænskir dómstólar ógildi þessa 600 fjármálagerninga. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hátt í 600 breskir ellilífeyrisþegar eru í mikilli hættu á að missa eignir sínar á Spáni vegna þátttöku í sérstöku fjárfestingarverkefni á vegum Landsbankans í Lúxemburg. Þessi hópur hefur ráðið sér lögfræðing sem segir að Landsbankinn hafi svikið og blekkt ellilífeyrisþegana. Fjallað er um málið á vefsíðunni Costablanca.is. Þar segir að þessi hópur hefur stofnað samtök sem bera heitið LVAG (Landsbanki Victims Action Group) og hafa þau ráðið til sín hina virtu Lögmannsstofu, Martinez-Echeverria Perez Ferrero, til að vinna að málum samtakanna. Á fundi samtakanna á Lester´s veitingastaðnum í Altea tjáði lögmaðurinn De La Cruz, fundargestum að fulltrúar Landsbankans hafi vísvitandi svikið og blekkt fólk til að taka þátt í þessu fjárfestingarverkefni með þessum hörmulegu afleiðingum. Verkefnið gekk út á það að fólkið veðsetti eignir sínar á Spáni og fékk 1/4 af láninu í peningum til sín en 3/4 fór í fjárfestingarasjóð á vegum Landsbankans og átti ávöxtun sjóðsins að standa undir afborgunum og vöxtum af viðkomandi láni. Hann segir einnig að eftir að hafa lesið yfir þá samninga sem bresku ellilífeyrisþegarnir gerðu við Landsbankann í Lúxemburg kemur í ljós að fólk hefur greinilega verið svikið og blekkt illilega. Sem dæmi nefnir hann að í samningnum komi fram að að viðkomandi þurfi ekki að greiða erfðaskatt en slíkar alhæfingar fást ekki staðist skv. spænskum skattalögum. Einnig nefnir hann að Landsbankinn hafi ekki haft starfsleyfi á Spáni og að þetta fjárfestingarverkefni bankans brjóti gegn spænskum lögum og reglum. De La Cruz segir að lögmannsstofa sín sé að undirbúa málssókn en í fyrstu mun hún á næstu dögum leggja fram formlega kröfu fyrir dómstóla í Madrid að hér hafi illilega verið brotin spænsk og evrópsk lög um neytendavernd og ætla að fá spænska dómstóla til að slá skjaldborg um þær eignir ellilífeyrisþeganna sem hafa verið veðsettar með þessum ólögmæta hætti. Ef það næst í gegn verður ekki unnt að bjóða upp eignir ellilífeyrisþeganna en innheimtu- og uppboðsferli er þegar hafið af hálfu þrotabús Landsbankans. Í beinu framhaldi verður málið sótt fram fyrir spænskum dómstólum með þeim rökum að ólögmæt þjónusta hafi verið seld á Spáni með blekkingum og svikum og sýnt verður fram á refsiverða háttsemi fulltrúa Landsbankans við söluferlið á þessu fjárfestingarverkefni. De La Cruz er mjög bjartsýnn á framhaldið og segist hafa mjög gott mál í höndunum og vonast eftir því að spænskir dómstólar ógildi þessa 600 fjármálagerninga.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira