Viðskipti erlent

Glitnir í New York söluskrifstofa með óverulegar eignir

Að gefnu tilefni vill skilanefnd gamla Glitnis taka fram að skrifstofa gamla Glitnis í New York var söluskrifstofa í leiguhúsnæði með óverulegum eignum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skilanefnd Glitnis. Þar segir ennfremur að kaupendur seú fjórir fyrrum starfsmenn skrifstofunnar og yfirtóku þeir rekstur hennar og allar skuldbindingar sem henni fylgdu, þ.á.m. launaskuldbindingar.

"Ljóst er að ekki var um hátt söluverð að ræða enda eignir óverulegar. Lánasafn var ekki selt með starfseminni og bankinn losnaði við allar skuldbindingar sem skrifstofunni fylgdu. Aðrar eignir, s.s. málverk voru undanskilin í sölunni í samræmi við tilmæli Menntamálaráðuneytis og hafa verið send til Íslands," segir skilanefndin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×