Seðlabankinn afnemur hömlur á útflæði gjaldeyris 28. nóvember 2008 10:09 Tilmæli Seðlabanka Íslands frá því snemma í október um tímbundna temprun á útflæði gjaldeyris eru afturkölluð. Þau voru kynnt til sögunnar eftir að þrír bankar komust í þrot og mikla markaðsröskun sem því fylgdi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að í kjölfar þessa hóf Seðlabankinn viðskipti með gjaldeyri úr gjaldeyrisforða sínum með daglegum uppboðum til að liðka fyrir gjaldeyrisviðskiptum sem gengu stirðlega, m.a. vegna þrenginga í greiðslumiðlun. Afnám tilmælanna þýðir að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu né vöxtum, verðbótum og afborgunum af lánum. Í síðustu viku staðfesti framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánssamning við íslensk stjórnvöld. Í honum felst m.a. að áfram verði hömlur á fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þeim verður aflétt um leið og viðunandi stöðugleiki næst á gjaldeyrismarkaði. Alþingi hefur staðfest frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál frá 1992. Í þeim er Seðlabankanum heimilað, að höfðu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um takmarkanir á fjármagnsflutningum á milli landa. Þessi heimild hefur nú verið nýtt og mun Seðlabankinn birta reglur um gjaldeyrismál á grundvelli laganna á heimasíðu sinni. Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir 1. mars 2009. Tilgangurinn með reglunum er að takmarka um sinn útflæði gjaldeyris sem gæti haft neikvæð áhrif á endurreisn stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Í reglunum felst m.a. að þeim sem eignast erlendan gjaldeyri er skylt að skila honum til innlendra fjármálafyrirtækja þótt heimilt verði að leggja hann inn á innlánsreikning í erlendri mynt. Takmarkanir eru settar á fjármagnshreyfingar aðila sem hyggjast skipta íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri. Ítrekað skal að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu. Hömlunum sem beitt er nú, á grundvelli nýsettra laga ná til gjaldeyrisviðskipta sem tengjast fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þær eru nauðsynlegur hluti ráðstafana sem miða að því að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þær verða afnumdar svo fljótt sem aðstæður leyfa. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tilmæli Seðlabanka Íslands frá því snemma í október um tímbundna temprun á útflæði gjaldeyris eru afturkölluð. Þau voru kynnt til sögunnar eftir að þrír bankar komust í þrot og mikla markaðsröskun sem því fylgdi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að í kjölfar þessa hóf Seðlabankinn viðskipti með gjaldeyri úr gjaldeyrisforða sínum með daglegum uppboðum til að liðka fyrir gjaldeyrisviðskiptum sem gengu stirðlega, m.a. vegna þrenginga í greiðslumiðlun. Afnám tilmælanna þýðir að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu né vöxtum, verðbótum og afborgunum af lánum. Í síðustu viku staðfesti framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánssamning við íslensk stjórnvöld. Í honum felst m.a. að áfram verði hömlur á fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þeim verður aflétt um leið og viðunandi stöðugleiki næst á gjaldeyrismarkaði. Alþingi hefur staðfest frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál frá 1992. Í þeim er Seðlabankanum heimilað, að höfðu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um takmarkanir á fjármagnsflutningum á milli landa. Þessi heimild hefur nú verið nýtt og mun Seðlabankinn birta reglur um gjaldeyrismál á grundvelli laganna á heimasíðu sinni. Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir 1. mars 2009. Tilgangurinn með reglunum er að takmarka um sinn útflæði gjaldeyris sem gæti haft neikvæð áhrif á endurreisn stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Í reglunum felst m.a. að þeim sem eignast erlendan gjaldeyri er skylt að skila honum til innlendra fjármálafyrirtækja þótt heimilt verði að leggja hann inn á innlánsreikning í erlendri mynt. Takmarkanir eru settar á fjármagnshreyfingar aðila sem hyggjast skipta íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri. Ítrekað skal að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu. Hömlunum sem beitt er nú, á grundvelli nýsettra laga ná til gjaldeyrisviðskipta sem tengjast fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þær eru nauðsynlegur hluti ráðstafana sem miða að því að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þær verða afnumdar svo fljótt sem aðstæður leyfa.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira