Viðskipti erlent

Björgunarpakki upp á 36.000 milljarða kr. hjá ESB

Björgunarpakki fyrir efnahagslíf Evrópusambandsins (ESB) upp á 36.000 milljarða kr. er nú í burðarliðnum hjá Framkvæmdanefnd sambandsins. Reuters greinir frá þessu og segir að Jose Manuel Barroso forstjóri nefndarinnar muni greina frá þessu fljótlega.

Heimildir Reuters herma að ekki sé enn búið að ganga formlega frá málinu og gæti björgunarpakkinn því enn tekið einhverjum breytingum.

Upphæðin sem hér um ræðir er 1,5% af sameignlegri landsframleiðslu allra ríkjanna innan ESB og er upphæðin töluvert hærri en flestir áttu von á.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×